Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 21
Sá múr tortryggni, sem risið getur milli þeirra manna og stofn- ana, sem ekki þekkja hvor aðra nema af afspurn, er ekki umtals- verður samanborið við það hyl- dýpi, sem myndast getur milli þeirra aðila, sem þekkja hvor aðra alltof vel. — Óþekktur heimspek- ingur. ★ Olíusjeik í Noregi. Hann hafði unnið á olíuborpalli í nokkra mánuði, en brá sér svo til Bergen í frí, með úttroðið veskið. Hann labbaði sig inn í „ríkið“ — og skoðaði sig vel um. Að síð- ustu benti hann afgreiðslumann- inum: „Efstu hilluna til vinstri, takk.“ Það átti að jarðsetja Ágúst gamla og dóttir hans kom til prestsins og bað hann að fram- kvæma athöfnina á föstudegi. „Þá hefi ég ekki tíma, við verð- um að bíða til mánudags, —“ sagði presturinn. „Þetta er nú líka alls ekkert lífs- spursmál, —“ bætti hann við. ★ Katrín var nýbyrjuð í vistinni og hún átti að strauja nokkrar skyrtur af húsbóndanum. Hún hikaði og spurði þvínæst frúna: „Á ég að strauja neðri hlutann af skyrtun- um, sem húsbóndinn treður niður í buxurnar?“ ★ ★ Oddvitinn hafði verið lagður inn á spítala til meðferðar og á næsta hreppsnefndarfundi kom fram tillaga um að senda honum blómvönd. Sigurði gamla fundar- ritara var falið að sjá um þetta. Hann sendi stóran blómvönd, og á meðfylgjandi miða stóð: „Út- dráttur úr fundargerð: Tillaga um að senda blóm og óska oddvitan- um góðs bata. Tillagan samþykkt með 5 gegn 4 atkvæðum.“ ★ Reiðin og heiftin er slæmur ráð- gjafi. — Hversvegna verðurðu svona glaður og gleiður, þegar þú hittir tengdamóður mina? — Það er bara við tilhugsunina, að hún er ekki mín tengdamóðir! VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.