Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 22
Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður: Nokkrar staðreyndir um kjör ís/enskra bátasjómanna Nú, þegar loðnuvertíðin er hafin með tilheyrandi umtali og frétta- flutningi í öllum tiltækum fjöl- miðlum, langar mig til að vekja athygli almennings í landinu á nokkrum staðreyndum, sem varða íslenska fiskimenn, kaup þeirra, kjör og ýmsan aðbúnað. Þegar loðna er farin að veiðast, blasa við manni allskonar fréttir um hlut sjómanna úr þessari eða hinni veiðiferðinni. T.d. er í Dagbl. 17. þessa mán. svohljóð- andi fyrirsögn á forsíðu: Nær hálf milljón i skipstjórahlut eftir eina veiðiferð. Ekki ætla ég mér að ræða það hvort þarna sé rétt farið með tölur eða ekki. Eg hef rekið mig á það að i svona fréttum geta töl- urnar verið á báða bóga, ýmist of eða van. En það verður að hafa hugfast, þegar maður les svona fréttir, að þó svo að tölurnar séu réttar er sagan aðeins hálfsögð. Þetta vita þeir, sem til þekkja, en vegna þeirra mörgu, sem vita ekki hvernig kjarasamningum sjó- manna er háttað vil ég leitast við að skýra þetta nánar. Allt frá því að farið var að róa til fiskjar á ís- landi hafa fiskimenn verið ráðnir upp á hlut, með fáum undantekn- ingum þó er menn réðu sig upp á fast kaup fyrir vertiðina. Enn þann dag i dag er sjómaðurinn ráðinn upp á hlut úr afla en þó með þeim fyrirvara að honum eru tryggð á- kveðin lágmarkslaun, sem í dag eru kr. 100.295.- á mánuði hjá há- seta. Árinu er skipt niður í 3 tryggingartímabil ogeru þau frá 1. jan. til 15. maí, 16. maí til 15. sept. og 16. sept. til 31. des. Hvert tryggingartímabil er ein heild á sama hátt og 1 mánuður hjá þeim sem eru á mánaðarkaupi. Þetta gerir það að verkum að ef t.d. fisk- ast illa í janúar og febrúar en afli glæðist þegar kemur fram í mars þarf að byrja á þvi að fiska upp í tryggingu sem greidd hefur verið umfram hlut í jan. og febr. og þá fyrst, þegar því er náð er hægt að fara að tala um hlut, en þó því aðeins að aflaleysi í apríl og maí dragi ekki niður hlutinn, þannig að þegar tryggingartímabili er lokið verði staðið upp með trygg- ingu eftir úthaldið. Hægt er að líta öðruvisi á þetta. Ef við tökum sem dæmi loðnubát eða netabát, hann fiskar vel í janúar. Eftir það fer að ganga illa og afli verður sáralítill það sem eftir er vertíðar. Við get- um tekið sem dæmi að hlutur í janúar hafi verið kr. 300.000.-, afl- inn, það sem eftir er vertíðar er það lítill að hlutur úr þeim afla er ein- ungis kr. 100.000.- þá þýðir það að hásetinn stendur uppi með trygg- ingu eftir úthaldið, það er að segja fyrir tímabilið 1. jan. til 15. mai hefur hann í kaup kr. 100.295.- á mán. eða alls. kr. 451.327.-. Ef maður lítur á þetta frá sjónarhóli fréttamanna mundi vera hægt að segja að maðurinn hefði haft í kaup í janúar kr. 300.000.- en kr. 100.0000 fyrir næstu 3 og hálfan mánuð, eða ef maður litur á trygginguna á tímabilinu kr. 151.327.- (Þess ber að geta að i Guðbjartur Gunnarsson kaupsamningi sjómanna er á- kvæði, sem getur í vissum tilvikum hækkað kauptryggingu um 12—13% og er ekki reiknað með þvi í þessu dæmi). Ef maður hefur þessar stað- reyndir í huga sést að allt tal um að þessi eða hin veiðiferðin gefi svo og svo mikið í hlut er algjörlega út í bláinn. Ef það á að flytja fréttir af tekjum sjómanna á bátaflotanum á annað borð, verður að taka þær tekjur sem eru raunverulegar, þ.e.a.s. hvað kemur út úr öllu tryggingartímabilinu eða, og þó öllu heldur, hverjar árstekjurnar hafa verið, því það meiga menn muna, að fiskveiðar eru happ- drætti og þó vel gangi á vertíðinni getur sumarið og haustið verið lé- legt. Einnig er það staðreynd, að sennilega býr engin stétt við eins lítið atvinnuöryggi og bátasjó- mennirnir. Það er hægt og hefur margsinnis verið gert sérstaklega þegar fer að hausta, að bátarnir eru fyrirvaralaust látnir hætta og áhöfn send heim. Þar með er mannskapurinn atvinnulaus og VÍKINGUR 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.