Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Síða 28
sagan, en hve langt komust þeir suður? Um það deila fræðimenn. „Þar komu ekki frost á vetrum og lítt rénuðu þar grös. Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi,“ segir í Grænlendingasögu. Almar Ness hefir sýnt fram á það með útreikningum í bók sinni „Hvor lá Vinland“, að sá staður getur ekki verið norðar en á 37° n. br. Nú segir sagan að Karlsefni hafi ekki þótt friðvænlegt í sambandi við frumbyggja þá, er þeir komust í kynni við á þessum slóðum og haldið norður á bóginn og áfram til Grænlands. En um Bjarna Grímólfsson og hans félaga segir í Eiríkssögu rauða eftir að Karlsefni var sigldur norð- ur aftur: „Þá Bjarna Grímólfsson bar í írlandshaf og komu í maðksjó, fundu þeir ekki fyrr en skipið gjörðist maðksmogið undir þeim. Þá töluðu þeir um hvert ráð skyldi taka. Þeir höfðu bát þann, er bræddur var seltjöru, þar fær sjó- maðkur eigi á. Þeir gengu í bátinn og sjá þeir þá að þeim mátti hann ekki öllum vinnast. Þá mælti Bjarni „Af því að báturinn tekur eigi meira en helming manna vorra, þá er það mitt ráð, að menn séu hlutaðir í bátinn, því þetta skal ekki fara að mannvirðingu“. Þetta þótti öllum svo drengilega boðið, að enginn vildi móti mæla. Gjörðu þeir svo að þeir hlutuðu mennina, og hlaut Bjarni að fara í bátinn og helmingur manna með honum, því að báturinn tók ekki meira. En er þeir voru komnir í bátinn, þá mælti einn íslenskur maður, er þá var í skipinu og Bjarna hafði fylgt af Islandi: „Ætlar þú Bjarni hér að skiljast við mig.“ Bjarni svarar: „Svo verður nú að vera.“ Hann svaraði: „Öðru hést þú föður mín- um þá er ek fór af Islandi með þér, en skiljast svo við mig, þá er þú sagðir að eitt skyldi ganga yfir okkur báða“. Bjarni svarar: „Eigi skal og svo vera gakk þú hingað i bátinn, en ek mun upp fara í skip- ið, þvi at ek sé at þú ert svo fúss til fjörsins.“ Gekk þá Bjarni upp i skipið, en þessi maður í bátinn og fóru þeir síðan leiðar sinnar, til þess er þeir komu til Dyflinnar á írlandi og sögðu þar þessa sögu. En það er flestra manna ætlan að Bjarni ok þeir menn, er á skipinu voru með honum, hafi látist i maðksjónum, því ekki spurðist til þeirra síðan.“ Þessi stutta frásögn, af ferð þeirra félaga og afdrifum þeirra, færir mönnum heim sanninn um það, hve þroskaðir siglingamenn Islendingar voru orðnir á þessum tima. Þegar í óefni var komið varð Bjarni að taka til sinna ráða og kveða upp dauðadóm yfir hálfri skipshöfn sinni. Allir tóku því með stillingu og hugarró, að þessum eina manni undanskildum, sem ráða má af frásögninni að verið hafi unglingur. Virðist sem Bjarni hafi tekið hann á skip sitt, til þess að venja hann við, eða kenna hon- um sjómennsku. En fyrst að svo hlutaðist til, að pilturinn varð í þeim hópi, sem dauðadómurinn hlaut, gat Bjarni að sjálfsögðu ekki breytt honum, nema eins og hann gjörði. Að láta drengnum eftir möguleikann til að halda lífi, með því að fara i bátinn í sinn stað, en ganga sjálfur í hóp hinna dauða- dæmdu. Þórhallur félagi Bjarna hefir verið einn þeirra, sem hlaut að fara í bátinn, því til íslands komst hann og gjörðist bóndi á Melum í Hrútafirði. Hann hlaut viður- nefnið Vínlendingur og sannar það allvel þessa sögu. Sonur hans, sem Gamli hét fékk Rannveigar systur Grettis sterka. Það hefir að sjálfsögðu komið í hlut Þórhalls að taka við stjórninni á bátnum, það sem eftir var leið- arinnar til Evrópustranda, eftir að þeir skildu við Bjarna og þá félaga og leiða þá félaga heila í höfn í Dyblini. Ekki er vitað hve langt þeir hafa verið komnir austur á hafið. En það má segja það sama um Þórhallana báða að af ferðum þeirra yfir hafið fara ekki sögur, en nærri má geta að slíkt gjörist ekki nema undir stjórn öruggra manna, sem haldið geta uppi fullkomnum aga og allir hlýða. Það hafa þessir menn gjört og haft í huga hið drengilega fordæmi Bjarna skip- stjóra síns. Vatn og matvæli hafa að sjálfsögðu verið af skornum skammti á þessum litla báti og hver dagskammtur knappur, en mikil óvissa um það hve langan tima ferðin til lands tæki. En Þór- halli heppnaðist að koma skipi og áhöfn heilu í höfn. Vér eftirkomendur þessara manna getum verið stoltir af þeim öllum, hinni fullkomnu sjó- mennsku þeirra og sálarró, sem aldrei brást þeim, þegar í óefni var komið og úr vöndu að ráða. Ekki þarf á neinn að halla, þótt þeim sé jafnað við hvern sem er annarra þjóða menn hvort sem þeir heita Blight eða eitthvað annað. Sigl- ingatækni þeirra nokkur hundruð árum á undan öðrum Evrópu- þjóðum, sem í kjölfar þeirra sigldu og lærðu af þeim úthafssiglingar. Margir fróðir menn og lærðir hafa skrifað margar bækur og langar um Vínlandsferðir íslend- inga og komast að ýmsum niður- stöðum og sumum furðulegum. Margir beina athygli sinni að löndum þeim, sem nú eru kölluð Nýja Brúnsvik, Lorensfjarðar- svæðið og Nýfundnaland. Það má kannski heimfæra uppá Straum- fjörð sagnanna, en lengra suður hafa þeir farið. Það er alkunna hve miklu meira vetrarríki er í þessum löndum en samrýmst geti lýsingu þeirri af landkostum og veðurfari í Hópi. Enda er það tekið fram í sögunum að „þeir sigldu langt suður með landinu“. Líka er lýsing þeirra á sólarhæðinni ólygnust um 28 V ÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.