Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Blaðsíða 31
Fremri hlutinn af stórum bláhval. Verkstjórinn Þórir Þorsteinsson stendur niðri til vinstri. Við hlið vegavinnuverkstjórans Valdimars Eyjólfssonar Akranesi. Ljósm.: Jafet Hjartarson vélstj. 1959. Nú er árið 1976 að kveðja. Þetta liðna ár mun bera hátt á spjöldum sögunnar. Viðurkennd 200 mílna landhelgi umhverfis ísland, verður alla tíð talin stór atburður, að vera búin að koma breskum fiskiskip- um öllum í burt af okkar miðum, án mannfórna, hefði einhvern tíma þótt stór frétt og er það. Fyrir ári síðan og í fyrravetur var útlitið ekki gott, þegar stórveldið Bret- land sendi herskipaflota hér inn á okkar umráðasvæði, í þeim til- gangi að verja sína togara við veiðar, mót okkar vilja. Þó við hefðum ekki á að skipa nema fáum og smáum skipum í mótleiknum miðað við bretana, þá áttum við þó hugdjarfa, þolgóða og leikna menn í starfi í varnarstöð- unni. I þessum ójafna leik, áttum við vissulega samúð margra, þó ekki bærist nein hjálp frá okkar erlendu verndurum, á Miðnes- heiði. Það sannaðist nú, sem oftar, að sá sem berst fyrir réttum mál- stað, hlýtur að vinna að lokum, og það gerðu íslendingar með heiðri og sóma. Allir sannir íslendingar fagna af alhug þessum stóra sigri. Nú er okkar sjálfra að gæta vel okkar fengsælu fiskimiða. Ala upp að nýju þá fiskistofna, sem verst eru farnir, eftir gegndarlausa rán- yrkju margra ára. Þeir eru margir skipsfarmarnir, sem erlend skip hafa tekið af íslandsmiðum og flutt heim til sín. Reyndar sér á, þar sem búið er að ofveiða þær mikil- vægustu fiskitegundir, sem mikið var þó til af, en það er þorskurinn og síldin. Nú er íslendinga sjálfra að stjórna, veiðum þannig að þessir fiskistofnar, ásamt öðrum, nái því að verða stórir og sterkir á nýjan leik. Því þarf samvinna að vera náin og góð á milli sjómanna og fiskifræðinga. Það er ein verstöð í voru landi, sem mætti hafa til hliðsjónar, þegar farið verður að skipuleggja sóknina í fiskstofnana að nýju. Þar hefi ég í huga hval- veiðistöðina í Hvalfirði: Þar eru veiðireglur strangar og eftir þeim farið. Þar miðast veiðin við það að koma með óskemmt hráefni að landi og vinnslan í landi miðast við það að breyta hráefninu í fyrsta flokks vöru. I þessari stöð er flest, ef ekki allt til fyrirmyndar. Loftur Bjarnason. F. 30.4 ’98. D. 15.7 ’74. Framkvæmdastjóri Hvals H.F. frá upp- hafi til dauðadags. Hann var lands- kunnur dugnaðar- og drengskapar- maður. Mörg undanfarin ár hefur steypi- reyður ekki verið veidd, svo stofn- inn hefði næði til að eflast að nýju, eftir að hafa verið veiddur að hluta fyrstu starfsár stöðvarinnar. Sú hvaltegund, sem mest hefur verið veidd er langreyður, búrhveli einnig svo og sandreyður. Þrátt fyrir það að mikið hafi borist að landi ár hvert af þessum fáu teg- undum, virðist ekki hafa verið um Dfveiði að ræða, því þegar yfir heildina er litið má segja að veiðin hafi verið ótrúlega jöfn, þó eru þessar veiðar háðar veðri, sem aðrar veiðar. Þegar litið er lengra aftur í tímann, til þeirra ára, þegar norðmenn gerðu út á hvalveiðar frá íslandi, bæði frá V'estfjörðum og austurlandi. Þar mun annar háttur hafa verið á, semsagt meira hefur borist af hval að landi í vinnslustöðvarnar, en þær höfðu möguleika á að vinna úr. Reyndar hefur þá mikið farið í súginn og veiðin sjálf verið hrein rányrkja. Reyndar urðu endalok þeirrar út- gerðar endaslepp, að sögn og lögðust niður með öllu. Síðan líða nokkur ár, þar til að sú hvalveiðistöð, sem nú er rekin,

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.