Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 33
» Mynd þessi er frá fyrstu vertíð Hvals HF 1948. Ekki er vitað hvort þetta er fyrsti hvalurinn, sem að landi kemur í þessa fengsælu veiðistöð — en gæti þó verið. tók til starfa, en það mun hafa verið árið 1948, svo hún er bráðum búin að starfa í þrjá áratugi. Að sjálfsögðu átti þessi atvinnustöð við byrjunarörðugleika að etja, sem vonlegt var. fslendingar kunnu ekki til þessara verka en lærðu af norðmönnum, sem hér störfuðu fyrstu árin og var véla- kram verksmiðjunnar flutt inn notað frá Noregi, en síðan endur- nýjað smám saman. Nú er flest ef ekki allt orðið endurnýjað og komið í fullkomnari stíl, svo öll vinnsla getur gengið vel og áfalla- lítið, samanborið við það, sem fyrst var. Þarna hefur verið staðið að framförum og uppbyggingu af miklum hyggindum og raunsæi. Þarna hefur sem sagt stakkur verið sniðinn eftir vexti, ekkert bruðl, staðið vel við allar skuldbindingar og aldrei rasað um ráð fram. Trú- lega hafa hér mestu valdið góð góð ráð framkvæmdastjórans Lofts Bjarnasonar, en hann var hygginn maður og ráðvandur. Að sjálf- sögðu eiga hér margir aðrir menn góðan hlut í, þá ekki hvað síst þeir menn, sem veiða hvalinn. Islend- ingar hafa þar sannað það, að þeir eru sókndjarfir og aflasælir og ekki eftirbátar annarra, nema síður sé. Trúlega hefði þessi góði árangur ekki náðst með erlendum veiði- mönnum. Sennilega er það ekki langt frá sannleikanum að þarna hafa menn staðið sameinaðir að verki, unnið þessu fyrirtæki vel og hver maður staðið vel í sinni stöðu, þá er árangurinn heill og ham- ingja, sem endranær, þar sem samhugur ríkir. Mörgum er Hvalur h/f búinn að veita góða og trygga sumar- vinnu, undir það mundu margir taka trúi ég. Sennilega hafa fá ef nokkur útgerðarfyrirtæki, komist jafn vel af án hjálpar eða styrks þess opinbera. Ég held í einu orði sagt að þessi útgerðarstöð geti svo sannarlega orðið öðrum til fyrir- myndar. Endurbygging togaraflotans hefur nú þegar sannað það að ekki var eftir betra að bíða, því þessi nýju skip hafa komið í veg fyrir atvinnuleysi um land allt og út- rýmt því, þar sem það var fyrir. Þessi nýtísku skip hafa nú þegar sannað ágæti sitt. Að sögn þeirra, sem á þeim vinna, eru öll vinnu- skilyrði mun betri en á þeim eldri (síðuskipunum), þeim var líka að mestu vikið til hliðar þegar þau nýju tóku til starfa. Það er íslend- ingum ómetanlegt gagn, að eiga ný, fullkomin skip, bæði til fisk- veiða og flutninga. Stundum hefur verið um það rætt að nælonþorskanetin væru hættuleg fiskinum ef þau liggja lengi í sjó, svo nefnd drauganet. Sannarlega þarf að gefa því góðan gaum og leitast við að finna þær Loftur Bjarnason og Friðbert Elí Gíslason. Hann hóf sinn feril á Hval 1 1951 sem 2. stýrim. en þá voru aðrir yfirmenn norskir. V í K I N G U R 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.