Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Page 35
Jónas Sigurðsson skyggnist um í á brúarþakinu á Hval 5. búnaður og sjávarútvegur, sem tryggja okkur um alla framtíð gott brautargengi á Islandi.Þessir fornu traustu atvinnuvegir, eiga að haldast í hendur og styðja hvern annan í sókn og vörn. Þetta eru atvinnugreinar, sem verðmætin skapa einhvers staðar verða þau fyrst að verða til, svo eitthvað sé til skiptanna. Ég skil ekki að nokkur þjóð geti komist vel af, sem ekki skapar öll þau verðmæti, sem landið sjálft getur hugsanlega gefið af sér, á eðlilegan hátt, þegar vel er á mál- um haldið. Hjá okkur íslendingum eru þetta ótrúlega fáar hendur, sem vinna að verðmætasköpum inni. Það skal þurfa nokkuð til, að sjá þeim stóra hóp, sem engin verðmæti skapa, fyrir öllum lífs- þörfum, þar með talið, það sem fer í að mennta fólkið. Það er ekki það langt síðan að íslendingar eignuðust auð til að spila úr, og í nógu mörg horn var að líta eftir allt fátækarbaslið. Það má láta sér næstum því detta í hug nýtt landnám, svo mikið hefur verið gert undanfarna 3—4 ára- tugi. Við megum vera bæði stoltog ánægð, þó svo um það megi eitt- hvað deila, eftir á, að enn betur hefði mátt ráðstafa auðnum. Ef okkur hefur fnistekist, þá eru vítin til að forðast þau, nú höfum við reynsluna sem er talin ólygnust. Óviðkunnanlegt var að heyra talað um í fyrra, að nú mundi besta ráðið að leggja stórum hluta af fiskiflotanum. Það er ótrúlegt að ekki séu til betri ráð, þá á ég við betra skipulag veiðanna og gæti- legri sókn í ofveidda fiskistofna. Nú ætti vandinn að verða minni, því eitthvað munar um bresku veiðiskipin. Svo líður að því að önnur erlend skip fari einnig, þá sitjum við einir um bráðina. Ein- hvern tíma hefur slíkt ævintýri, sem nú hefur gerst þótt ótrúlegt, en nú er það orðið að veruleika og nú er það okkar að standa vel á verð- inum. Sem sé engar undanþágur til fiskveiða í okkar landhelgi, til útlendinga, og afgerandi fiski- vernd, betri nýting þess afla sem að landi kemur og engu skyldi hent, hvorki um borð í fiskiskipunum, svo sem lifur eða öðrum verðmæt- um, né í landi. Sú gamla dyggð er enn í fullu gildi, að nýta öll verð- mæti til hins ýtrasta og ganga vei um verðmætin. Ef ég man rétt, þá var það fyrir nokkrum árum, þegar verið var að veiða þorskinn í nót í stórum stíl að fréttamaður útvarps spurði mætan fiskifræðing hvort þessi veiði gæti ekki orðið þorskstofninum hættu- leg. Svarið var eitthvað á þessa leið: Nei, ef hann er ekki veiddur, drepst hann úr elli. Þetta þykir ó- trúlegt að slík hugsun sé svo skammt undan. Við skulum bara vona að svarað hafi verið út í hött, einhverra hluta vegna. Og alla- vega treysta því að enginn íslend- ingur hafi þann hugsunarhátt, hvorki í nútíð né framtíð. En hitt er staðreynd að stundum hefur verið of seint brugðið við. Og nú er spurningin, þolir loðnu- Friðbert Elí Gíslason og kona hans Lilja Eiríksdóttir um borð í Hval 7 1965. V I K I N G U R 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.