Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1977, Side 48
kæruna áfram til yfirvalda hér á landi. I Alþjóðlegri merkjabók þýðir merkið YG:„Það virðist sem þe'rýglið ekki í samrœmi við reglur um aðikildar siglingaleiðir“. Þetta merki er sent frá merkjastöðvum í landi eða strandgæzlubátum til skipa, sem brjóta reglur um einstefnusigl- ingaleiðir. Nú þegar er áríðandi, að skip, sem sigla á þessum slóðum, séu búin nýprentuðum og nákvæmum sjókortum vegna reglugerða um aðskildar siglingaleiðir, en leið- irnar eru venjulega ekki afmark- aðar með baujum. Varast ber að sigla of nærri markalínum siglingaleiðar. Æski- legast er að sigla eftir miðri leið. í þessari umfangsmiklu reglu er m.a. tekið fram, að skip eigi að sigla inn á afmarkaða leið eða út úr henni við endamörk leiðar. Ef nauðsynlegt er fyrir skip að sigla yfir afmarkaða siglingaleið, skal fara yfir leiðina í stefnu, er myndar sem næst rétt horn við höfuðstefnu hinnar afmörkuðu leiðar. Ef siglt er frá hlið inn í um- ferðarleið, skal það gert undir eins litlu horni, miðað við höfuðstefnu leiðar, og unnt er. Siglingaleiðir með ströndum fram Um siglingaleiðir með strönd- um fram segir í d-lið reglunnar: „A afmörkuðum, aðskildum sigl- ingaleiðum með ströndum fram má um- ferð skipa, sem eiga leið yfir þær að jafnaði ekki beinast skemmsta veg yfir umferðarleið, þegar umferðin getur hœttulaust fylgt réttri umferðarstefnu þeirrar aðgreindu leiðar, sem nœst liggur. “ Með afmörkuðum, aðskildum siglingaleiðum með ströndum fram er átt við svæði á milli markalínu einstefnuleiðar, sem næst liggur landi og sjálfrar strandlengjunnar. Þetta svœði er œtlað strandsiglingum. Tilgangurinn með sérstöku svæði fyrir siglingar með ströndum fram og á milli hafna er að halda strandsiglingum frá aðskildum siglingaleiðum, sem liggja lengra úti fyrir ströndinni, og eru fyrst og fremst ætlaðar umferð skipa, sem sigla úti fyrir og framhjá ströndum landsins til fjarlægari áfangastaða, t.d. úti fyrir Hollandsströnd á leið frá Hamborg suður í Ermasund og vestur í Atlantshaf. Þetta svæði er ætlað umferð til og frá höfnum landsins og milli einstakra hafna eða fyrir skip, sem eru að taka hafnsögumann eða skila honum. f næstu grein verður fjallað um þá kafla siglingareglnanna, sem eftir eru: Stjórn og siglingu skipa í sjónmáli hvert frá öðru og þegar dregur úr skyggni, kafla C um ljós- og dagmerki, kafla D um hljóð- og ljós- merki og um staðsetningu ljósa, viðbótar- merki fyrir fiskiskip að veiðum í grennd hvert við annað og neyðarmerki. Kveðja frá Bretlandi Hér fer á eftir ein af þeim mörgú kuldalegu kveðj- um, sem Bretar, einkum brezkir útgerðarmenn, hafa sent íslendingum, að undanförnu. W. A. Bennett, sem er framkvæmdastjóri Asso- ciated Fisheries og Northern Trawlers í Grímsby, lét eftirfarandi ummæli falla í ræðu, sem hann hélt á hluthafafundi í London 20. maí s. 1.: „Það er furðulegt háttalag, þegar litið land með svipaða íbúatölu og Brighton (130,000 íbúa) ætlar að bjóða brezka heimsveldinu byrginn og lætur sér ekki einu sinni segjast, þó að andmæli hafi verið borin fram. Vegna úrskurðar Haagdómstólsins, sem kveðinn var upp nýlega í landhelgisþrætu Norð- manna'og Breta, koma nú íslendingar og afmarka landhelgi sína sjálfir. Þetta er furðulegt, því að ekki lítur út fyrir ann- að en íslendingum eigi að haldast það uppi. Þó að stefna Norðmanna væri þungt áfall fyrir fiskiveið- ar Breta, þá er deilan við íslendinga langtum alvar- legri. Satt er það að vísu, að íslendingar hafa aðaÞ atvinnu sína og aðaluppeldi af fiskveiðunum. í þessu felst að okkur er innan handar að setja hnef- ann í borðið, þar sem Bretland er stærsti kaupand- inn. — íslendingar græddu millj'ónir punda á því að selja okkur fisk á stríðsárunum, ep fyrir þetta fé endurnýjuðu þeir togaraflotann til þess að hefja samkeppni við okkur. Ekki var látið þar við sitja, heldur lánaði brezka stjórnin íslendingum fé, svo að þeir gætu smíðað enn fleiri togara. En þegar hér er komið sögu, grípa alþjóðastjórn- málin fram í. Nú á dögum ráða stjórnmálin við- skiptamálunum, og við erum ekki lengur húsbænd- ur á okkar eigin heimili. Þegar húsbændur okkar í Bandaríkjunum segja: „Látið ísland afskiptalaust", þá gerum við það. Lausl. þýtt úr Daily Mail. Hefir „tónninn“ nokkuð breyst? Klausa þessi, sem birtist í Víkingi 1952, eða fyrir 25 árum, er harla fróðleg og holl upprifjun á „klassiskri" afstöðu bretans i garð íslendinga. Mr. W.A. Bennett leiddi hjá sér að minnast á þær fórnir, sem íslendingar færðu í mannslífum og farkosti, við að flytja þeim, dauðsoltnum, dýrmæta fæðu. ritstj. 48 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.