Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 15
Maður sleppír ekkí róðri Kristján Einarsson: Góður er kaffisopinn. Það er jafndægri á vori 1979, þegar ég hitti Kristján Einarsson, útgerðarmann og formann á Skúmi RE 90 heima hjá honum á Efstahjalla 9 í Kópavogi. — Þú varst bóndi Stjáni, áður en þú fórst að gera út. — Ég var sveitamaður, bjó á Dunki í Hörðudal í Dalasýslu. — Hvað kom til að þú fórst að stunda sjóinn? — Ég var nú búinn að stunda sjóinn frá því ég var strákur. Ég var mikið í alls konar veiði- mennsku, var grenjaskytta og stundaði rjúpu fyrir vestan, en reri á vertíðarbátum fyrir sunnan á veturna. Ég var allur í veiði. En svo varð ég svo hrifinn af skakinu. Ég byrjaði á því á stórum bát 1965. Það var Flosi úr Reykjavík, sem nú heitir Askur. Mér líkaði þetta svo vel að ég vildi endilega eignast bát. Ári síðar keypti ég mér trillu, Fram. Hún var 7 tonn og ég átti hana í 5 ár. — Hvað er Skúmurinn gamall? — atta ára. Hann var byggður fyrir mig 1971 hjá Jóa Gísla í Hafnarfirði. Ég hef róið honum frá Sandgerði aðallega. — Þú hefur verið orðinn vel fullorðinn þegar þú byrjaðir þessa útgerð. — Ég var kominn yfir fertugt. Þetta var erfitt líf á Fram. Það var barist um á hæl og hnakka. — Var sjósóknin svona erfið? — Hann var valtur í sjó og lét illa, en feikna sjóbátur í vondum veðrum. — Þekktirðu til miða, þegar þú varst að byrja? — Ég var alveg ókunnugur. Ég fékk mann til að vera með bátinn annað sumarið sem ég átti hann — fyrsta sumarið var ég með hann fyrir vestan. Þetta var aflamaður, Jón Ásbjörnsson. Annars lærði maður þetta smám saman af öðr- um, að þekkja miðin og hátterni fisksins. Bátarnir eru oft á sömu miðum. Það lærir hver af öðrum. Maður er alltaf að læra, reka sig á eitthvað nýtt. Það þarf reynslu í þetta. Það eru t.d. ekki nema ör- fáir menn sem þekkja miðin úti á Brotinu. Ég hugsa að við Svanur á Bigganum þekkjum þau best. — Hvenær byrjarðu að róa að vorinu? — Það er upp og ofan, yfirleitt snemma í mars. Og svo er haldið áfram fram á haust, oftast út október. Ég hef einu sinni haldið út langt fram í nóvember. — Og svo eigið þið frí? — Já, en við eigendurnir þurf- um að vinna í bátunum, klassa þá upp. Ég skipti t.d. um vél í Skúmnum í vetur. Ég er með feikilega mektuga vél í honum núna, Volvo pentu, 106 hestöfl. Þetta er ágætis bátur, aldrei komið neitt alvarlegt fyrir á honum. — Þú sækir nokkuð fast. — Maður sleppir ekki róðri, ef maður getur. En maður missir stundum útskot, af því maður býr VÍKINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.