Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 16
Sindri, Neskaupstað
hérna innfrá. Ég hugsa t.d. að Óli
á Inganum sé á sjó í dag. Hann Óli
er alveg eitraður, helvíti mikill
fiskimaður.
— Hefur þér aldrei fundist of
fast sótt?
— Nei. Það er að vísu svo með
mig að ég þrjóskast stundum við,
þegar gerir brælu á mig, ef eitt-
hvað er að hafa. En ég fer aldrei á
sjó nema í góðu veðri. Hins vegar
á ég það til að liggja undir
Reykjanesinu í norðaustan á
sumrin og sæta færis að fara í
Röstina. Eg veit að menn eru að
segja að ég sé úti í vitlausum
veðrum, en það er misskilningur.
Þarna í Röstinni er oft hægt að
vera við í norðaustan og fiska
sæmilega, ef maður er einn á því.
— Hvernig gengur útgerðin?
— Hún hefur ekki skilað nein-
um ósköpum, en ég hef haft það
ágætt á Skúmnum. Ég á hann svo
til skuldlausan. En ef ég ætti að
kaupa svona bát í dag — á 35
milljónir kannski — og láta hann
borga sig á þessum veiðum — það
væri vonlaust.
— Hve mikið fiskaðirðu á síð-
asta ári?
— Það voru ekki nema 170
tonn. Þetta var með lélegustu út-
höldum hjá mér. Mest hef ég
fengið 216—17 tonn. Ég hef oft
verið með um 200 tonn. í fyrra
vorum við oftast tveir á. Hluturinn
hjá Valda var þrjár og hálf mill-
jón. Hann hefur 65% með kokka-
ríinu.
— Var mikill ufsi?
— 90 til 100 tonn stórufsi, en
lítið af milliufsa.
— Hvað ertu búinn að fara
marga róðra núna?
— Átta. Það hefur verið reyt-
ingsafli. Manni hefði þótt þetta
gott, við höfum fengið 9.6 tonn,
mest þorsk. En hinir hafa fiskað
betur, á Bigganum og Inganum.
Þetta er dauðakropp ef maður
hefur ekki 30 þúsund á dag.
FTH
Skipstjóra- og stýrimannafélag-
ið Sindri var stofnað í Neskaup-
stað 25. mars 1978. Félagið sótti
þegar um inngöngu í F.F.S.Í. og
fékk hana. Áður höfðu norðfirskir
skipstjórnarmenn verið meðjlimir
Öldunnar. Aldan er sem kunnugt
er landsfélag og hefur innan sinna
vébanda félaga vítt um landið.
Umræður hafa verið í gangi aust-
anlands að stækka félagssvæði
Sindra, þannig að það næði um
alla Austfirði. Ekkert hefur verið
ákveðið í þeim efnum ennþá.
Stjórn Sindra er þannig skipuð:
Formaður: Hólmgeir Hreggviðs-
son. Varaformaður: Guðmundur
Stefánsson. Gjaldkeri: Gísli S.
Gíslason. Ritari: Birgir Sigurjóns-
son. Félagar í Sindra eru um 30
talsins. Áður, um og eftir síðari
heimsstyrjöldina var starfandi
sérstakt félag skipstjórnarmanna í
Neskaupstað. Það hét Þjálfi og var
stofnað 1942. 1949 mun það hafa
lognast út af.
s w ■■ * •
V» N V M \
f
V
Stjóm Sindra talið frá vinstri: Birgir Sigurjónsson, Guðmundur Stefánsson, Hólmgeir
Hreggviðsson og Gísli S. Gíslason.
Hólmgeir formaður Sindra er stýrimaður á skuttogaranum Bjarti NK 121. Hér er hann
ásamt fyrri vaktfélögum. Talið frá vinstri: Ólafur Hjaltested, Jóhann Þorvaldsson,
Hólmgeir, Ásmundur Ásmundsson og Denis Wilson.
16
VlKINGUR