Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Qupperneq 16
Sindri, Neskaupstað hérna innfrá. Ég hugsa t.d. að Óli á Inganum sé á sjó í dag. Hann Óli er alveg eitraður, helvíti mikill fiskimaður. — Hefur þér aldrei fundist of fast sótt? — Nei. Það er að vísu svo með mig að ég þrjóskast stundum við, þegar gerir brælu á mig, ef eitt- hvað er að hafa. En ég fer aldrei á sjó nema í góðu veðri. Hins vegar á ég það til að liggja undir Reykjanesinu í norðaustan á sumrin og sæta færis að fara í Röstina. Eg veit að menn eru að segja að ég sé úti í vitlausum veðrum, en það er misskilningur. Þarna í Röstinni er oft hægt að vera við í norðaustan og fiska sæmilega, ef maður er einn á því. — Hvernig gengur útgerðin? — Hún hefur ekki skilað nein- um ósköpum, en ég hef haft það ágætt á Skúmnum. Ég á hann svo til skuldlausan. En ef ég ætti að kaupa svona bát í dag — á 35 milljónir kannski — og láta hann borga sig á þessum veiðum — það væri vonlaust. — Hve mikið fiskaðirðu á síð- asta ári? — Það voru ekki nema 170 tonn. Þetta var með lélegustu út- höldum hjá mér. Mest hef ég fengið 216—17 tonn. Ég hef oft verið með um 200 tonn. í fyrra vorum við oftast tveir á. Hluturinn hjá Valda var þrjár og hálf mill- jón. Hann hefur 65% með kokka- ríinu. — Var mikill ufsi? — 90 til 100 tonn stórufsi, en lítið af milliufsa. — Hvað ertu búinn að fara marga róðra núna? — Átta. Það hefur verið reyt- ingsafli. Manni hefði þótt þetta gott, við höfum fengið 9.6 tonn, mest þorsk. En hinir hafa fiskað betur, á Bigganum og Inganum. Þetta er dauðakropp ef maður hefur ekki 30 þúsund á dag. FTH Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Sindri var stofnað í Neskaup- stað 25. mars 1978. Félagið sótti þegar um inngöngu í F.F.S.Í. og fékk hana. Áður höfðu norðfirskir skipstjórnarmenn verið meðjlimir Öldunnar. Aldan er sem kunnugt er landsfélag og hefur innan sinna vébanda félaga vítt um landið. Umræður hafa verið í gangi aust- anlands að stækka félagssvæði Sindra, þannig að það næði um alla Austfirði. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá. Stjórn Sindra er þannig skipuð: Formaður: Hólmgeir Hreggviðs- son. Varaformaður: Guðmundur Stefánsson. Gjaldkeri: Gísli S. Gíslason. Ritari: Birgir Sigurjóns- son. Félagar í Sindra eru um 30 talsins. Áður, um og eftir síðari heimsstyrjöldina var starfandi sérstakt félag skipstjórnarmanna í Neskaupstað. Það hét Þjálfi og var stofnað 1942. 1949 mun það hafa lognast út af. s w ■■ * • V» N V M \ f V Stjóm Sindra talið frá vinstri: Birgir Sigurjónsson, Guðmundur Stefánsson, Hólmgeir Hreggviðsson og Gísli S. Gíslason. Hólmgeir formaður Sindra er stýrimaður á skuttogaranum Bjarti NK 121. Hér er hann ásamt fyrri vaktfélögum. Talið frá vinstri: Ólafur Hjaltested, Jóhann Þorvaldsson, Hólmgeir, Ásmundur Ásmundsson og Denis Wilson. 16 VlKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.