Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Page 17
Hnúfubakar lenda í loðnunót Einar Jónsson fískifræðingur skrádi frásögn Ingva Hrafns skipstjóra Það mun hafa verið í október- eða nóvembermánuði s.l. haust (1978) að atburður sá gerðist, er hér verður rakinn. Ingvi Hrafn skipstjóri á Seley SU 10 frá Eskifirði var staddur á skipi sínu um 80 sjm NV af Straumnesi, þ.e. heldur vestanvert við mitt Grænlandssund norðan- vert. Veður var ágætt. Skipið hafði komið inn á svæðið um kvöldið og leitaði fyrir sér á þessum slóðum lengi nætur. Nokkuð fyrir birtingu var kastað á stóra og mikla loðnutorfu. Ingvi mihntist þess seinna, að þegar lóðað var á torf- una heyrðist töluverður hvala- söngur úr hátalara asdiktækisins, sem hann veitti þó ekki sérstaka athygli, því hann áleit, að hér væru háhyrningar á ferð, en söngur þeirra er næsta algengur í leitartækjunum þegar loðna er undir. Þegar farið var að draga nótina kom stýrimaður aftur á og sagði, að stórhveli væru í nótinni og það frekar tvö en eitt. Ingvi trúði þessu varlega og áleit í fyrstu, að hér væri um háhyrninga að ræða, sem hann taldi sig hafa heyrt í úr leit- artækjunum. Þegar kveikt var á ljóskastara skipsins og honum beint inn í nótina kom brátt í ljós, að stýrimaður hafði á réttu að standa. Tveir hnúfubakar byltust um í nótinni og fóru nú að öskra ógurlega eins og reiðir fílar, er nótin fór að þéttast að þeim og svigrúmið að minnka. Þessar stóru skepnur, sem brutust rymjandi um innan við korkflána í skini ljóskastarans komu víst mönnum í VÍKINGUR fyrstu fyrir nánast sem skrattinn úr sauðaleggnum. Fyrstu við- brögð vélstjórans, sem einnig var staddur í brúnni, við þessum her- legheitum voru hláturgusa. Ingvi skipstjóri segir, að sér hafi þó ekki verið hlátur í huga, því hann bjóst við að hvalirnir myndu þá og þegar leggja til atlögu við nótina og rífa hana í hengsli. Hann lét þegar í stað hætta að draga inn og beið þess að sjá veiðarfærið og aflann fara veg allrar veraldar, en ljóst var, að töluvert var af loðnu í nótinni ásamt þessum óvænta feng. En hvalirnir lögðu ekki til at- lögu við netgirðinguna. Þeir syntu og bægsluðust um og köfuðu öðru hverju niður í pokann. Þegar þeir komu með trýnið að nótinni, stönsuðu þeir og eins og bökkuðu varlega frá netveggnum með því að beita hinum stóru bægslum sínum, og létu sig síga skáhallt, eða lóðrétt upp á yfirborðið þannig að sporðurinn kom fyrst úr kafinu. Var aðdáunarvert hversu fimlega og nákvæmlega skepn- unum var mögulegt að hafa stjórn á sínum stóra skrokk í sjónum við þessar aðstæður. Þegar þessu hafði farið svo fram um hríð og ljóst var, að hnúfubákarnir myndu ekki rífa sig út í gegnum nótina, báru menn sig saman í brúnni um það, hvað til bragðs skyldi taka. Fregnin um þennan furðufeng hafði spurst út gegnum talstöðina, og loðnuskip- in Sæberg og Jón Finnsson voru komin á vettvang. Þar um borð höfðu menn það í flimtingum á öldum ljósvakans, að þetta hlytu að vera háhyrningar en ekki stór- hveli. Þar um þurfti þó enginn að vera í vafa um borð í Seley, því skepnurnar fóru nú að gerast óró- legar, börðust um og öskruðu og lyftu sér hálfar út sjó, baðaðar í sterku skini ljóskastarans. Ljóst var, að annar hvalurinn var tölu- vert minni en hinn. Sá stærri var að dómi Ingva 12-15 m langur. Var hér augljóslega um fullorðið dýr að ræða, ef til vill nokkuð gamalt, því hausinn var klepraður mjög af skeljagróðri. Hafði það auðsjáanlega forystu um allt, en minna dýrið fylgdi því eftir eins og kálfur kú. Það ráð var nú tekið að sleppa nótinni að framan (einum 10 hringjum), þannig að op mynd- aðist í hana fram með skipinu, og samtímis var farið að draga frekar inn. Fór nú að þrengja mjög að hvölunum. Þar sem lítill straumur var og nær ládautt, var hliðar- skrúfu skipsins beitt til þess að halda nótinni klárri eins og venja er við slíkar aðstæður. Ekki röt- uðu dýrin þó á opið, sem hafði myndast á nótinni. Er hér var komið sögu hafði nótin, sem er um 220 fm löng og 70 fm djúp, verið dregin til hálfs og rýmið innan hennar varla orðið meira en 10-20 fm á kant. Var því mjög farið að þrengja að dýrunum og þau nánast eins og maður í stóru baðkari. Þetta hafði gengið svona um eina 3 klukkutíma og virtist stærri hvalurinn orðinn dasaður af öskr- um og látum, enda hafði hann sig 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.