Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Page 29
þilið til að gera vart við mig áður en ég stigi inn; það voru fyrirmæli matsveinsins. Eldhús Nikolja var nefnilega eins konar ríki í ríkinu og þessa skítugu járnkompu varði hann með oddi og egg. Fékk eng- inn að stíga þar fæti sínum að undanteknum mér nema með sérstöku leyfi hans. Nikolja leit á mig og saxið nam staðar í loftinu. „Hvað gengur að þér?“ Ég lauk við að þurrka leifarnar af skyrinu af andliti mínu. „Ekk- ert. Þeir spurðu hvers konar morgunmatur þetta væri. Drættirnir kringum munninn á Nikolja dýpkuðu. Svo varpaði hann hnífnum á trébrettið, þurrk- aði sér rólega um hendurnar, varpaði að því búnu þurrkunni yfir öxl sér og geystist fram hjá mér inn í borðsalinn. Ég heyrði smella í þurrkunni. Kliðurinn dó út. Það varð þrúg- andi þögn nokkur andartök. Síð- an glumdi rödd Nikolja. Hann talaði hratt — með nístandi áherzlu á hvert orð. „Þið spyrjið hvort þetta sé morgunmaturinn. Þetta er hann — og ef þið hafið eitthvað út á hann að setja, þá komið til mín, en níðizt ekki á drengnum; hann býr ekki til mat- inn. Það geri ég. Ég! — munið það. Og ég hef verið við þetta starf í tuttugu og fimm ár, piltar mínir, og kann tökin á ykkur. Ég er engin tuska sem þið getið troðið á. Ég þekki engan ykkar, en það skiptir ekki máli, hitt skiptir máli að þið þekkið mig. Nikolja, heiti ég, og ég þykist vita að þeir sem þekkja það nafn af spurn muni ekki troða illsakir við mig eða mitt eldhús.“ Matsveinninn brýndi röddina: „Nikolja, það er ég! Ef þið hagið ykkur eins og menn, heyrið það, þá mun eldhúsið vera ykkur hlið- hollt, en ...“ Það glumdi í visku- stykkinu og rödd matsveinsins skalf af niðurbældum ofsa: „En ef þið viljið stríð,“ grenjaði hann VÍKINGUR hamstola, „þá skuluð þið fá stríð! Og að síðustu, munið það, leppa- lúðar, það sem þið gerið drengn- um, það gerið þið mér og mínu eldhúsi! Mér, Nikolja!“ Ég heyrði blautt viskustykkið smella á borðinu. Síðan buldi í skyrdallinum. „Étið svo þetta eða þið fáið ekki neitt!“ Á næsta andartaki þusti mat- sveinninn fram hjá mér og hvarf inn í eldhúsið. Þeir í borðsalnum sátu agndofa. Það varð þögn nokkrar sekúndur, síðan hvísl. Ég heyrði orð og orð á stangli. Svo var að heyra að matsveinninn hefði drepið mann. Mér var sama þótt hann hefði drepið mann. Það ótrúlega hafði skeð. Maður hafði í fyrsta sinn tekið upp hanzkann fyrir mig. Kökkurinn kom upp í hálsinn á mér, mér vöknaði um augu. Mér varð litið á matsvein- inn. Augu okkar mættust, en hann leit strax undan og hélt áfram að brytja kjötið, þegjandi og illúð- legur. Ég harkaði af mér og hélt áfram störfum mínum. Seinna um dag- inn fór matsveinninn með mig niður í búrið og lokaði vandlega á eftir sér. Hann gæddi mér á franskbrauði með jarðarberja- sultu. Þetta var mikill heiður, því að sjálft búrið var helgidómur. Hann bar lyklana að því í bandi um hálsinn og dvaldi oft þarna tímunum saman og enginn vissi hvað hann var að gera. „Þú verður að harðna,“ sagði Nikolja. Mér kom móðir mín í hug, þetta lítils- virta hjú, og ég minntist andláts- orða hennar: „Þú skalt launa illt með góðu, Ljótur minn. Þá mun þér farnast vel.“ Svo var hún dáin, södd lífdaga. Hún var góð kona en fáfróð. Ég kyssti líkið á kinnina, en grét ekki. Nikolja vissi betur: „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,“ sagði hann. „Það gildir fyrir okkur, hitt kann að gilda fyrir aðra, það veltur á því hvernig maðurinn er. Menn og tilviljanir lyfta sumum, aðrir eru troðnir of- an í duftið.“ Það var stundarþögn, síðan hélt matsveinninn áfram og andlit hans varð torkennilegt og drættirnir kringum munninn grimmdarlegir: „Rétti mótleikur- inn, hvuti litli, rétti mótleikurinn er að bíta frá sér strax, leiftur- snöggt, láta kné fylgja kviði; þá eru þeir varnarlausir, strax leift- ursnöggt!“ Hann þagnaði skyndi- lega; andlitsdrættirnir mýktust, hann tvísteig eins og hann væri á báðum áttum með eitthvað. Síðan klappaði hann mér á kollinn og sagði fljótmæltur: „Ljúktu nú við kökuna og komdu svo upp.“ Ég skildi lítið af því sem hann sagði, en eitt skildi ég. Þessi maður átti bágt. Ég hafði heyrt orð og orð Útgerðarmenn Vélstjórar ðnnumst allar raflagnir og viögeröir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.