Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 30
í borðsalnum. Hann hafði brotið eitthvað af sér; ég vissi ekki hvað. „Þú hefur verið mér góður,“ sagði ég í barnslegu sakleysi. Hann klökknaði. „Við erum báðir lausaleikskrakkar.“ Hann þagnaði snögglega og flýtti sér út. Þetta var upphafið af vináttu okkar. Hann talaði fátt, var jafn fálátur sem fyrr og blandaði ekki geði við skipshöfnina. Það litla sem hann talaði, það talaði hann við mig. Fleiri menn flykkjast fram á sjónarsviðið. Þarna er Hlölli í skærri birtunni frá lampanum í loftinu á borðsalnum. Ég sé skýrt fyrir mér andlit hans og hið ógleymanlega bros. Þegar hann brosir myndast djúpar hrukkur kringum augun, og það er ung- barnsásjóna sem blasir við manni, áhyggjulaus og heillandi. Silki- mjúkt ljóst hárið fellur slétt og þunnt aftur með eyrunum nema einn óstýrilátur hártoppur, sem rís beint upp úr hvirflinum og dillar fjörlega í hvert sinn er mótoristinn hlær. Hann er grannvaxinn og út- limalangur. Kringum hann í borðsalnum sitja raðir manna og flöktandi skært ljósið leikur um andlitin. Kvöldið hefur haldið innreið sína og með því einustu töfrar sjómennskunnar fyrir utan heimkomu, félagslífið: samræður fléttaðar skrýtlum og stuttum sögum, hvort tveggja mótað af þeirri frásagnarlist sem langvar- andi einangrun og gnótt ævin- týralegs efniviðar hefur þroskað í sál sjómannsins allt frá því sigl- ingar hófust langt aftur í grárri forneskju. Ég hlusta bergnuminn og lifi í huganum hin furðulegustu ævintýri með þeim víðförlu í þessum káta hóp. í einni andránni hleyp ég á eftir hlæjandi Eski- móastúlku upp jökla Grænlands eða daðra við kynblending í Portúgal. Ég upplifi líka glímu- skjálfta Hlölla, er hann tekur glæpamann fjölbragðaglímutök- um í hóruhúsi í Marokkó. Og ég heyri líka að Hlölli, sem ráðið hefur sig sem mótorista á skipið, hefur ekki hundsvit á vélum. Hins vegar hefur hann fengizt við ýmislegt annað miklu skemmti- legra, til dæmis sveiflað montpriki og klæðzt hvítum buxum og sól- hjálmi í Tokkópillu og Valparæsó. En vélar! Hann vísar slíku tali á bug með glæsilegri handsveiflu og fer að tala um það, þegar hann tók greifafrúna í misgripum fyrir gleðikonu á Champs Élysées. Mótoristinn hlær og hártoppurinn dillar fjörlega í flöktandi ljósi lampans. Sól er í hádegisstað og logheitir geislar hennar hér við heim- skautsbaug steypast yfir þúsund EMGINE R.P.M. gj fíétt ofía á hverjum stað eykur afköst og endingu '' , OLIUFELAGIÐ HF SKIPAÞJÓNUSTA SuÓurlandsbraut18 Reykjavík Sími81100 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.