Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 39
búinn að flæma burt fyrir löngu, en í hliðarherbergi sat að snæðingi mötuneyti yfirmanna í verksmiðj- unum, forstjórar, skrifstofumenn og annar aðall þorpsins. „Púh!“ sagði hótelstýran mad- dama Jóna, sem í þessu sigldi hjá, hnarreist og holdmikil, með nýja krás á fati handa mötuneytinu. „Getið þér ekki komið þessu svíni út, hann sénerar fólkið.“ Það var ekki ofsögum sagt að matsveinninn væri illa til reika. Hann hafði marghellt ofan í borðdúkinn, stráð tóbaksösku þar yfir, og hvíta kollinn á kaskeitið vantaði, en gjörð húfunnar lá á borðinu og vínglasið innan í henni. Tveir pokar með brauðum lágu í gluggakistunni. Matsveinninn leit upp þegar ég settist. Hann var slappur í framan og skuggalegur til augnanna. Hann hló máttleysislega. „Þú hér, hvuti litli.“ Hann varð skyndilega klökkur. „Ljótur minn,“ sagði hann, „þegar ég er dáinn og þú ert orðinn kokkur og vesalingur villist tí „Nikolja,“ sagði ég. „Það er að koma kvöldverðartími.“ „Matur! Djöfullinn!“ Stálbliki brá fyrir í augum matsveinsins. Hann lyfti höfðinu, sperrti eyrun og hlustaði. Innan úr herbergi mötuneytisins barst glamur í göfflum og gleri. Augun á mat- sveininum urðu ægileg. „Heyrirðu hamaganginn í þeim?“ hvæsti hann. „Sósan er svona þunn, þeir ná henni ekki með göfflunum, hún er svona þunn. Éta, éta, éta.“ Hann reis á fætur hægt og stirðlega; það var stjarfi í aug- unum og nístandi hatur í svipnum. „Þannig á að taka þá, leiftur- snöggt. Þá eru þeir varnarlausir. — Þeir ná henni ekki með göffl- unum, en þeir gefast ekki upp, þeir mega ekki einu sinni vera að því að tala saman. Sósan! Þeir sjá ekkert nema sósuna, en þeir ná henni ekki með göfflunúm. Éta, éta, éta.“ Nikolja staulaðist að dyrum mötuneytisins, studdist við dyra- karminn og horfði hatursaugum á kostgangarana. „Éta, éta, éta,“ hvæsti hann. Kostgangararnir virtu hann ekki viðlits, þessa skítfullu kokk- druslu. Hótelstýran hratt honum illþyrmislega til hliðar og fór að bera af borðinu. Nikolja slengdist utan í þilið með útrétta handleggi, laut höfði, hlustaði, og augun í honum ranghvolfdust. Máltíðinni var lokið og kostgangararnir stóðu upp frá borðum, þerruðu varirnar, ræsktu sig og stundu þungan. Þá var eins og mörg hundruð volta spennu hefði verið hleypt í Nikolja; hann rak í öskur eins og sært dýr, greip eitt rúgbrauðið úr pokanum í glugganum, og áður en nokkur hafði áttað sig keyrði hann það í höfuðið á þeim sem fyrstur sté fram í salinn. Hann tókst á loft, flissandi og sprækur, og sló þá í höfuðið hvern af öðrum. Óskap- leg ringulreið greip um sig. Hót- elstýran missti súpufat og fórnaði höndum til himins, ákallandi Þorlák helga sér til hjálpar, en kostgangaramir brugðu höndum yfir höfuð sín, tóku á rás og freistuðu þess að komast út, en Nikolja taldi ekki eftir sér að elta þá. Stólar og borð dönsuðu brátt polka og ræl og sumir kostgang- aranna komust upp í einhvers konar afbrigði loftfimleika. Ég forðaði mér í flýti og varð að sæta lagi til að komast út. Það var voða gaman, mundu drengir á mínum aldri líklega hafa sagt, en mér fannst þetta átakan- legt. Kostgangaramir, þessir fínu menn, sem ég bar svo mikla virð- ingu fyrir, hlupu hver sem betur gat út úr húsinu, yfir handriðið, og niður túnið, en inni í húsinu glumdi sigrihrósandi rödd Nikolja: „Þannig á að taka þá, leiftursnöggt, þá eru þeir vamar- lausir. Nú kveiki ég í!“ Það varð þó ekkert úr íkveikj- unni, því að einn kostgangarinn linnti ekki hlaupunum fyrr en niðri á bryggju, og móður og másandi tilkynnti hann Grímsa hvernig komið væri. Sóttu fjórir skipverjar matsveininn og komu með hann til skips á hestvagni. Nikolja lét sér þetta vel líka, lék við hvern sinn fingur, flissaði og skríkti ofan í barminn. Þegar þeir voru að bisa við að ná honum af vagninum opnuðust brúardyrnar á Thule og út á brúarvænginn sté framkvæmdastjóri síldarverk- smiðjunnar, Brynjólfur að nafni, feitur maður, pattaralegur og sjálfumglaður. „Brynki fýla!“ kallaði Nikolja. „Brynki fýla!“ Framkvæmdastjórinn heyktist í hnjánum og leit felmtursfullur í kringum sig til að vita hvort nokkur af betri borgurunum hefði heyrt þetta gamla uppnefni sitt. Nikolja kallaði aftur: „Manstu, Brynki, þegar við vorum að stela marsipaninu hjá Tuma bakara?“ Framkvæmdastjórinn leit skelfingu lostinn á matsveininn, beið svo ekki boðanna og sentist aftur inn í brúna. Hesturinn hneggjaði og Nikolja hló. „Sjáið þið viðbragðið sem skepnan tók, hvurnin hann sneri sér við. Hann varð eins og næpa í framan. Ég ætla að kalla aftur. Brynki fýla!“ Framkvæmdastjórinn reikaði um brúna eins og drukkinn maður, en Grímsi hló í kýrauganu sínu. Haustvindarnir eru teknir að næða um sjávarþorpin og flest skipin farin af miðunum nema Thule. Ennþá má sjá það á sí- felldu sveimi kringum heim- skautsbauginn, viku eftir viku, nes af nesi og breiddarstig af breidd- arstigi, upplitað og skellótt, draugalegt eins og Hollendinginn fljúgandi. Útlendu skipin hafa kvatt fyrir löngu, sum hafa flautað í kveðju- VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.