Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Side 57
Þetta síðasttalda minnir dálítið á laxinn, sem notar þefskynið til þess að finna ána sína aftur, eftir langa dvöl í sjónum. Það merkilegasta við þessar rannsóknir, eða niðurstöður þeirra, er þó líklega það, að nú hefur það verið sannað að fuglar sjá últrafjólublátt ljós, en það get- ur skýrt fjöldann allan af gátum varðandi hegðan fugla og flug. Til dæmis hvernig þeim er unnt að fljúga í mjög þéttum hópum án þess að rekast hver á annan. Enn- fremur hið furðulega sjónskyn þeirra, en fuglar geta greint æti í ótrúlegri fjarlægð. Notuðu rafmagn við tilraunina Aðferðin við að finna út að fugl- arnir sáu útfjólublátt ljós, var ein- föld og frumleg í senn. Vísinda- mennirnir kveiktu útfjólublátt ljós, en hleyptu um leið daufum rafstraumi á búrið, sem var úr málmi. Fuglarnir fundu straum- inn og óttuðust hann, og þegar þetta hafði verið endurtekið nokkrum sinnum, var það nóg að kveikja útfjólubláa ljósið til þess að kalla fram sömu viðbrögð, enda þótt engu rafmagni væri hleypt á búrið samtímis. Þótt margt og merkilegt hafi komið í ljós við þessar miklu til- raunir, er samt mörgu ósvarað enn. Til dæmis hvernig fuglar geta mælt tíma svo litlu sem engu skeikar. Áður hafði það t.d. verið sann- að að dúfur taka „sólarhæð“ og þá er auðvelt að finna á sér breiddarstigið, en hinsvegar er það enn á huldu hvernig þeir finna lengdargráðuna svo ná- kvæmlega sem þeir gera, en það er tæpast hugsanlegt án þess að mæla tímann, a.m.k. ekki ef gangur himintungla er notaður. VÍKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.