Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 12
Hjalti: „Hráefnið er undirstaða góðrar útkomu á mörkuðunum.“ fara bragðgæðin niðurá við. Þetta atriði er eitt meinið í sjávarútvegi í dag, eitt af þeim stærri. Um kassana er það að segja, að þeir eru fyrst og fremst ílát. Fiskur geymist ekki vel í kassa nema hann sé vel ísaður. Þá ber þess að gæta að fiskikassar eru grunnir. Þeir eru hafðir grunnir til þess að lítið farg verði á fiskinum. Það má ekki setja það mikið í kassa að kassi sem ofan á kemur sitji á fiski en ekki á kassa. Það er ýmislegt sem þarf að varast við notkun kassa. Jónas nefndi, að kassafiskur geymist í 9 til 11 daga við bestu skilyrði. Því miður eru bestu skil- yrði sjaldan til staðar. Stundum er til dæmis vanísað. Nútíma togarar framleiða ís um borð og þegar mikið aflast hefur vélin ekki und- an eða mennirnir í lest ónógan tíma. Hiti í fiski við löndun er ekki alltaf 0°C, margar mælingar eru til sem sýna mun hærra hitastig. Þegar afli er lítill er betur ísað. Þá er hættulegt að ísa misjafnt, ef einn kassi verður íslaus er fiski í þeim kassa hætt, það hjálpar lítið að vel sé ísað í annan kassa. í stíufiski er þetta ekki eins viðkvæmt. Þ.J.: Ég held að við þurfum 12 ekki að ræða mikið meira um kassa og reynslan er víst ólygnust. Kassar eru til bóta ef þeir eru notaðir í hófi. Af minni reynslu, sem er kannski ekki nóg, þá held ég að stærri kassar séu betri ílát til geymslu á fiski. Þegar við ræðum um gæði þess hráefnis, sem við vinnum matvæli úr, þá fer mest af fiskinum í fryst- ingu og salt. Skreið er náttúrulega stór þáttur í framleiðslunni, en eins og fram hefur komið hafa menn keppst við að láta versta fiskinn í þá framleiðslu og mæli ég nú ekki með því, þar sem það hefur sýnt sig að það þarf að nota góðan fisk í skreið ef hann á að verða matvara. Þá má ræða um þessi mál hvort í sínu lagi, það er frystingu og saltfiskverkun sér og skreiðina þar fyrir utan. Það er ekki sama hvort farið er með fisk- inn í frost, salt eða skreið, verk- unaraðferðimar eru ekki þær sömu. Vildum betri meðhöndlum á fiski H.Þ.: Mig langaði aðeins til að koma að kössunum og að því sem Hjalti var að segja hér áðan, en það á við það sem ég hef verið að hugsa. Ég vil slá því fram þessari spurningu. Hvers vegna tókum við kassa í notkun um borð í tog- urunum? Svarið er einfalt. Við vildum betri meðhöndlun á fiski, betri tæki til að geyma fisk. Með því að láta of mikið af fiski í kass- ana, þá virkar þetta öfugt, eins ef ísað er of lítið. Ef kassi hvílir ofan á fiski en ekki á þeim kassa sem undir er, þá er allt það sem við höfum verið að sækjast eftir eyðilagt. Eins er það, að ef ísunin er slæm, þá skapast verra ástand í kössunum, en ef um væri að ræða illa ísaðan stíufisk. Því má segja að það sé meiri vandi að ganga frá fiski í kössunum, en í stíum, at- riðin sem þarf að gæta að eru fleiri. Þá vildi ég aðeins víkja að skreiðinni. Mér finnst sem gæða- eftirlitsmanni nauðsynlegt að við höfum á hverjum tíma möguleika á því að pakka skreið af lágum gæðaflokkum. Ingólfur sagði hér áðan að við litum ekki á skreiðina sem matvöru og er það alveg rétt. Alltof margir hugsa þannig. Hins vegar verðum við að hafa það í huga að það er til fólk, sem lítur á skreiðina sem góða matvöru. Það er nauðsynlegt fyrir hvem fisk- verkenda að hafa möguleika á því að verka fisk í skreið vegna þess, að í þá verkun er hægt að setja fisk, sem kominn er fram yfir þau mörk, sem hér hafa verið nefnd. Hver vill ekki komast hjá því að setja fiskinn í bræðslu? Við þurf- um að komast hjá því, að þurfa að setja fisk til bræðslu og því eru lágir gæðaflokkar nauðsyn. Þ.Ó.: Þegar rætt er um verk- unina, er það þá ekki svo að sjálf- ur verkandinn ber ekki nógu mikla ábyrgð. Er ekki samtrygg- ingin orðin of mikil hjá verkend- um? Hver verkandi ber ábyrgð á sinni framlciðslu H.E.: Það er í lögum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna að hvert frystihús beri ábyrgð á sinni VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.