Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 13
framleiðslu og númer frystihúss- ins er áberandi á öllum kössum. Þegar krafa kemur frá kaupanda er alltaf reynt að einangra það frystihús í viðkomandi sendingu, sem gallaði fiskurinn kom frá. í einstaka tilvikum er það þó ekki hægt. Samtryggingin er á öðru sviði en það er ekki vilji okkar að láta hana verka gegn viðleitni til vöruvöndunar. Þ.J.: Ég get sagt það sama og Hjalti. Lög Sölusambandsins eru svipuð lögum SH. Hver og einn framleiðandi ber ábyrgð á sinni vöru. Hins vegar hafa komið upp þau tilvik, að allir hafa borið skaðann, en það er aðeins í sér- stökum tilfellum. H.Þ.: Hjá Sambandinu ber hver framleiðandi ábyrgð á sinni vöru. Það fer að vísu dálítið eftir eðli kvörtunar eða galla í fiski, hver meðhöndlunin er hjá okkur. En í hvert sinn sem kvartað er undan hráefnisgæðum vöru, þá verður viðkomandi framleiðandi skilyrðislaust að bera ábyrgðina. Þ.Ó.: Nú er það svo, að á und- anfömum tveim til þrem árum virðumst við hafa orðið fyrir meiri skakkaföllum vegna gæða en oft áður. Er það rétt, eða er aðeins rætt meira um þessi mál nú? H.Þ.: Það er erfitt að svara þessu. Spumingin er um heildina. Ég sem starfsmaður sjávarafurða- deildar Sambandsins, hef ekki þessa tilfinningu. Á hinn bóginn verð ég að segja það, að ég er óánægður með hvemig gæðum hráefnisins hefur hrakað undan- farin ár. Hins vegar höfum við ekki orðið fyrir meiri áföllum en áður. J.B.: Við höfum reynt að velta þessu nokkuð fyrir okkur. Mér sýnist engin sú mælieining vera til, sem getur sýnt á einhlýtan hátt hvort slys séu nú algengari en áður, því held ég að það sé hárrétt að ræða um tilfinningu, og margir halda því fram að svo sé. Það er VÍKINGUR ekki neitt tölulegt sem hægt er að nota í þessu sambandi. Það breytir ekki því að sögur eru algengar um mistök í fiskiðnaðinum, kvartanir um galla eða stórgallaða vöru. Svo var að vísu einnig áður og ég er ekki að segja að þetta hafi farið vaxandi. En það er í sjálfu sér nógu alvarlegt að slíkum mistök- um fari ekki fækkandi nú á tím- um. Viss samtrygging kringum Framleiðslueftirlitið Það var rætt um samtrygging- una hér áðan. Ég held að sam- tryggingin í sjálfu sér sé að vissu marki góð og hún þarf að vera það, en hún má alls ekki vera þannig, að hún leiði til þess, að menn komist upp með allskonar yfirsjónir, sem auðvelt væri að leiðrétta. Það má líka segja að það sé viss samtrygging kringum Framleiðslueftirlitið. Starfsmenn eftirlitsins eru að mínu mati ekki nógu fúsir til að viðurkenna mis- tök, sem eru tilkomin vegna óáreiðanlegs mats á fiski. H.E.: Þessi spurning er víðtæk. Við höfum vissulega upplýsingar í gegnum eftirlitsdeild langt aftur í tímann. Ég tel kannski rétt að ræða hráefnið fyrst. f vinnslunni er of mikið af fiski sem eftirlitið þarf að hafa afskipti af vegna ófullnægjandi hráefnisgæða. Ég tel að það hafi kannski ekki aukist á síðustu tveim til þrem árum, en ég tel að það hafi aukist ef farið er lengra aftur og rniðað t.d. við aðal bátatímabilin. Þá má kannski benda á það hér, að fiskur er af mismunandi holdagerð, mismun- andi bragðgóður eftir árstímum, t.d. er síld afar misjöfn, misfeit, misgóð, eftir því hvort hún er veidd á hrygningartíma eða kan- nski fjórum mánuðum eftir hrygningu. Margar fisktegundir þykja lélegar rétt eftir hrygningu, svo er um grálúðu. Þá má nefna að steinbítur er misfeitur, ufsi heldur lélegur á vissum árstíma o.s.frv. Grálúðan er afar léleg að hrygningu lokinni. Hún hrygnir mest á djúpinu milli íslands og Grænlands og kernur inn á land- grunnið í maí í ætisleit. Þá er hún horuð, fituinnihald 0 til 5%, þá er hún líka vatnsmikil og hlaup- kennd. Fyrir nokkrum árum var grálúða mest veidd af línubátum á sumrin, fituinnihald þá oft 10 til 15%. Feit lúða er eftirsótt. Það er einnig hluti af gæðamáli í frystum fiski að halda beinum, ormurn, aðskotahlutum o.s.frv. í 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.