Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 16
skólum. Alveg eins má færa ken- nslu í fiskvinnslu inn í skólana. Það er verið að kenna krökkum í barnaskóla að smíða, að sauma, að baka o.s.frv. Ég veit ekki hvort ég er orðinn of gamall, en mér sýnist að það sem viðkemur út- veginum og vinnslunni sé heldur á leið aftur á bak. Við erum að týna því niður sem við höfum nú lengst af lifað á. Þá vantar okkur betri reglu- gerðir. Að vísu er til nóg af þeim, en það er lítið eftir þeim farið. Síðasta reglugerð sem gefin var út í sambandi við saltfisk er frá árinu 1972 eða 1973. Það er kannski vegna þess að ekkert er farið eftir reglugerðinni, sem saltfiskur er í lágmarksgæðum á þessu ári. Meðal annars þess vegna viljum við kenna Framleiðslueftirlitinu um þessa hluti. Ég er ekki alveg á því að núverandi ástand sé ein- göngu því að kenna, þetta tengist framleiðandanum sjálfum og fólkinu sem hjá honum vinnur. Auka þarf fræðslu í skólum H.Þ.: Ég held að það sé mikils virði ef kennsla í fiskverkun og fræðum verður aukin í skólum landsins, ég myndi kannski segja 16 að frekar þyrfti að auka almenna þekkingu. Ég veit um dæmi þess að í sumum yngstu bekkjum barnaskóla hefur verið reynt að sýna bömunum fiska og innyfli þeirra og þeim kennt ýmislegt um fiskinn og finnst mér það mjög virðingarvert. Þarna mætti strax gera mikið betur, þótt vitað sé að fiskur og fiskvinnsla komi eitt- hvað inn í skólana. Það er ljóst og um það erum við sammála, að það þarf að auka þekkingu allra þeirra sem koma nærri fiskveiðum og vinnslu. Fólk þarf að vita hvað þarf að gera og ekki síst hvers vegna. Kona sem vinnur í frystihúsi spyr kannski sinn verkstjóra hvort einhver fiskbiti megi fara í pakkninguna. Það er alltof sjaldan sem verkstjórinn spyr á móti. Myndirðu matreiða þetta stykki sjálf? Það er eðlilegasta svarið. Ef við minnumst á grálúðuna á ný, þá tel ég að menn viti ekki hvað verður um fitusnauða grá- lúðu þegar hún er reykt og er síð- an borin fyrir neytandann og er það vel skiljanlegt. Það er vita vonlaust að selja mjög horaða lúðu til reykingar. Því er það sem þarf að auka alla upplýsinga- og fræðsluþjónustu úti á sjó og í landi og um leið þarf að auka alla fræðslu í skólum. Hlutverk Framleiðslueftirlitsins minna í framtíðinni J.B.: Ég er mjög sammála því sem Þorsteinn og Halldór hafa sagt hér og líkt því sem ég kom inn á hér áðan. Hvað varðar Fram- leiðslueftirlitið, þá er það að segja, að mér finnst menn hafi gert of mikið úr rullu þess. Að sjálfsögðu er það margt, sem hefur ekki verið nægjanlega vel leyst af þeirra hálfu og ég held það að framtíðin beri það í skauti sér að menn haldi öðru vísi á málum því það þýðir lítið að vera að leita að einhverj- um syndaselum í þessu dæmi öllu, enda held ég að hlutverk Fram- leiðslueftirlitsins verði jafnvel enn minna í framtíðinni en nú er og að menn taki meiri ábyrgð á sínar herðar varðandi mat og eftirlit. Það sjá allir að það nær ekki nokkurri átt að eitthvert embætt- ismannakerfi ákveði hvernig eigi að flokka vöru og á ég þá fyrst og fremst við þær greinar sem byggja á verkun eða vinnslu, til dæmis síldar-, skreiðar- og saltfiskverk- un. Þeir sem standa að þessu eiga að geta metið, með hliðsjón af samningum o.fl., hvemig á að flokka vöru. Það gengur aldrei að opinbert matsmannakerfi með lítil tengsl við markaði standi í þessu. En af hverju hafa málin þróast svona og hvers vegna hafa menn gagnrýnt Framleiðslueftirlitið þetta mikið? Rökin fyrir því eru flest borðleggjandi og vil ég ekki orðlengja það, en það er nauð- synlegt að menn geri hlutina öðruvísi í framtíðinni. Samhliða því þarf að hreinsa til í reglugerð- um, því allar reglur og lög nú gera ráð fyrir of miklum völdum Framleiðslueftirlitsins, en það er hindrun í dag. H.E.: Við höfum rætt hér VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.