Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 17
nokkuð um fræðslu og það er mín
skoðun, að fræðsla um íslenzka
atvinnuvegi eigi skilyrðislaust að
vera í grunnskólunum. Þetta má
gera á þrennan hátt. í fyrsta lagi
má nefna að í neðri bekkjum
grunnskólanna er fag sem nefnist
átthagafræði og þar er tilvalið að
fjalla um atvinnumál, ekki síst
sjávarútvegsmál. í öðru lagi má
bæta efni sem þessu inn í náms-
greinar eins og samfélagsfræði og í
þriðja lagi má benda á að í efri
bekkjum grunnskólanna er náms-
grein sem heitir starfsfræðsla og
það er bókstaflega ætlast til þess,
að fræðsla um sjávarútveg sé þar
viðhöfð. Það hefur verið einhver
viðleitni í þessa átt, en hefur
gengið alltof skammt, sennilega
sökum þess að viðkomandi kenn-
arar þekkja atvinnuvegina ekki
nægilega vel. Það vantar kennslu-
bækur, einhverjar kennslubækur
hafa þó verið skrifaðar, meðal
annars hefur Stefán Ólafur Jóns-
son gert það. Engu að síður er það
nánast til skammar fyrir þjóðfélag
eins og ísland að vera ekki með
kennslu á þessu sviði í skólunum.
Um framhaldsskólana gildir
nokkru öðru máli. Það eru til sér-
skólar sem fjalla um fiskvinnslu
og meðferð á fiski, en í hinum al-
mennu framhaldsskólum, eins og
menntaskólum og fjölbrautar-
skólunum mætti gera meira átak í
fræðslu á þessu sviði.
Hver hefur fylgst með
fiskimjölsvinnslunni?
I.I.: Það veitir ekki af að auka
fræðslustarfsemi á sviði sjávarút-
vegsins og það er furðulegt hve
lítið er um almenna fræðslu varð-
andi fiskveiðar og vinnslu, þar
sem við Iifum nú að mestu á því að
veiða fisk og framleiða fiskaf-
urðir. Þá komum við að því sem
Jónas hnykkti á, en það er þáttur
hvers aðila í eftirlitinu. Við getum
sagt að öllu sé sæmilega borgið, en
eftirlit verður að vera með fram-
leiðslunni, á öllum stigum, allt frá
því að varan kemur um borð og
þar til hún er afhent.
Sumum sýnist, að efla þurfi
Framleiðslueftirlitið þessa opin-
beru eftirlitsstofnun og vandinn sé
ef til vill mestur vegna þess, að
stofnunin hafi ekki á að skipa
nógu miklum mannafla til að
annast éftirlitið. Vafalaust má
rökstyðja að svo sé. En þá er eins
og Jónas nefndi, og fleiri hafa
nefnt, að möguleiki er jafnframt á
því að þróa og bæta eftirlitsstarf-
semi framleiðendanna sjálfra. Það
sýnist mér til dæmis hafa tekist
allvel hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og hjá Sjávarafurðadeild
Sambandsins, en viðlíka hefur
ekki orðið í öðrum vinnslugrein-
um. Ef við tökum sem dæmi
fiskimjölsiðnaðinn, sem hefur
verið mjög stór þáttur í okkar
framleiðslu á undanförnum árum,
þá má spyrja hvar eftirlitið með
þeirri vinnslu sé? Hefur nokkur
orðið var við, að það sé hjá
Framleiðslueftirlitinu? Eina eftir-
litið þar hefur verið hjá Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Menn gætu spurt, hvers vegna
hefur Framleiðslueftirlitið ekki
komið meira nálægt þessari fram-
leiðslu, það þarf að fylgjast með
þessari framleiðslu ekki síður en
annarri. En hvað er æskilegt? Á að
efla Framleiðslueftirlitið, kannski
tvöfalda eða tífalda mannafla þess
eða á að efla innra eftirlit hjá
framleiðendum sjálfum og sam-
tökum þeirra? Þá kemur aftur að
því að sumt af þessari framleiðslu
er ekki bundin í samtökum með
sama hætti og frystingin og salt-
fiskverkunin. Má þar nefna
skreiðarverkunina. Þar getur hver
•verið þar sem honum sýnist og er
miklu minna félagslegt skipulag á
þeirri framleiðslu enda þótt hún
tengist framleiðendum annarra
greina og allt gangi þetta dálítið
hvað af öðru.
Hvað varðar eftirlit með fram-
leiðslunni, þá sýnist mér að full
ástæða sé til að íhuga rækilega
hvort ekki beri að leggja meiri
áherslu á innra eftirlit framleiðsl-
unnar og hún beri ábyrgð í aukn-
um mæli. Samtökin sem slík komi
þar ríkulega inní. Síður á að tí-
falda umfang hins opinbera
Framleiðslueftirlits, en auðvitað
þarf það að vera áfram inn í
myndinni. í því sambandi hefur
mér dottið í hug hlutverk Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins,
VÍKINGUR
17