Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 26
í miðjum reyksalnum tróndi þessi arinn og fyrir ofan hann, mynd af Ingiríði dana-
drottningu sem gaf skipinu nafn. Eflaust hafa mörg spakmælin verið sögð í þessum djúpu
stóluin á siglingum með þessu gamla virðulega skipi. 'I'il að farþegum gæti liðið vel, var
nauðsynlegt að liafa góðar þernur.
halda. Af því við systurnar vorum
saman í klefa, vöknuðum við alltaf
báðar þó nóg væri að önnur
vaknaði. Á nýju skipunum breytt-
ist starfssviðið líka þannig að við
sáum bæði um að annast farþega,
skipta á rúmum o.þ.h. og gefa mat
í þrjá borðsali, borðsal farþega og
borðsal háseta sem eru á sömu
hæð og eldhúsið og borðsal yfir-
manna sem er á hæðinni fyrir of-
an. Þetta útheimti náttúrulega
heilmikil hlaup. Þess utan sáum
við um uppvaskið og þrifin á nær
öllu skipinu. Oft var ekki pláss
fyrir okkur til að matast svo við
lifðum á kaffi og sígarettum.
Fyrstu árin var alltaf gefið nætur-
kaffi, klukkan þijú á nóttunni,
fyrir utan hina sex matar- og
kaffitímana svo þegar við bættist
umönnun farþega á hvaða tíma
sólarhrings sem var, gat vinnan oft
náð yfir allan sólarhringinn.
— Þið hafið auðvitað unnið öll
þessi verk án þess að mögla?
— Já, maður gerði það, kan-
nske má kalla þetta góðsemi. En
maður steinlá þegar maður kom
heim. Við vorum vanar erfiðri
vinnu í Mjólkursamsölunni.“
Gunna brosir svo gulu augun
hennar hverfa nær alveg.
— Þið hafið þurft að annast
sjúklinga líka ef þeir komu um
borð? spyr ég.
— Maður reyndi að gera sitt
besta eins og maður komst yfir,
segir Gunna og þar við situr. Það
var t.d. oft ansi mikið að gera
meðan á Vestmannaeyjagosinu
stóð. Þá fórum við 23 ferðir út í
Eyjar að ná í fólk og flytja dót upp
á land.
— Þetta var verst fyrstu tvö til
þrjú árin eftir að Hekla kom síðan
fór farþegum að fækka með
breyttum samgöngum. Seinna var
næturkaffið líka tekið af svo við
fengum meiri svefn.
Samstarfið um borð var alltaf
með miklum ágætum, kokkarnir
26
sem við unnum með voru prýðis-
menn, bæði á Heklu og Esju.
Maður hefði ekki haldið þetta út
svo lengi ef ekki hefði ríkt gott
andrúmsloft meðal skipverjanna.
Eignuðst hús án
þess að taka víxil.
— Hvað gerðuð þið í sumarfrí-
um?
— Ég leysti nokkrum sinnum
af hjá Eimskip í fríunum, fyrst á
Selfossi 1960 þá var siglt á Ame-
ríku og síðan til Dublin og Ame-
ríku 1961. 1968 fór ég tvær ferðir
með Reykjafossi því Esjan var í
klössun þá fór systir mín með
Brúarfossi til Ameríku. Eftir að
Esjan var seld, vorum við beðnar
að koma á Lagarfoss og sigldum
u.þ.b. tvo túra en þá var Sigga
skilin eftir í Kaupmannahöfn með
botlangakast. Ég hef alltaf verið
hraust sem betur fer, og lítið þurft
að vera í landi vegna veikinda.
Það var mikil tilbreyting að sigla
til útlanda.
— Tókuð þið ykkur ekki líka
sumarfrí í landi?
— Viðgerðum lítið af því fyrst í
stað því við keyptum okkur hús og
til að borga það var betra að vinna.
Um 1964 fékk systir mín vinning
hjá DAS sem dugði fyrir fyrstu
útborgun í parhúsi í smáíbúða-
hverfinu. Síðan unnum við fyrir
næstu útborgunum. Okkur fannst
betra að borga húsið og eiga það
skuldlaust, vera þar með áhyggju-
lausar í stað þess að vera alltaf
með áhyggjur. Mér myndi líða illa
ef ég skuldaði einhverjum, guð
minn almáttugur.
— Þið hljótið þó að hafa tekið
víxla meðan þið voruð að þessu,
segi ég, verðbólgubamið sem ekki
skil húsakaup án verðtryggðra
skulda.
— Nei, ég hef aldrei tekið víxil.
Við unnum bara fyrir útborgunum
og stóðum í skilum með því að
vinna.
— Þú hefur ekki haft neinn
tíma til að gifta þig?
— Nei, nei, engan tíma til að
hugsa um svoleiðis, segir Gunna
og hlær.
— Það hefur enginn af áhafn-
VÍKINGUR