Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 28
„Við skelltuni okkur í hópferð til Kína í júní og til Thailands í desember, sama ár. Þá
vorum við búnar að borga húsið og gátum farið að sjá okkur um í heiminum. Ég gæti ekki
liugsað mér að skulda peninga," segir Gunna í kaffistofunni hjá Ríkisskip sem er
vinnustaður hennar nú.
breyta um klæðnað, hárgreiðslu
og fleira. Við fórum til Kína í júní
og í desember sama ár, skelltum
við okkur til Thailands. Hópurinn
sem fór til Kína var mjög
skemmtilegur og þar kynntumst
við komu sem dreif okkur með sér
til Thailands. Þar er allt önnur
menning en fróðlegt að kynnast
henni líka. Við hefðum bara þurft
að vera þar miklu lengur, til að sjá
allt sem landið hefur upp á að
bjóða.
Kom í land fyrir viku og
fer kannski aftur á sjó.
1978 dó systir mín um borð í
Esju. Hún kvartaði undan verk í
maga og sagðist ætla að leggja sig.
Ég hélt ekki það væri neitt alvar-
legt en eftir þrjá daga var hún dá-
in. Á Siglufirði kom til hennar
læknir, hann hélt kannski að eitt-
hvað væri að skeifugörninni en
síðar var mér sagt að blætt hefði
inn á magann. Hún kvartaði aldrei
svo maður veit ekki hve mikið hún
kvaldist.
— Ég hélt áfram að sigla og hef
verið eini kvenmaðurinn um
borð síðan, nema ef mikið er um
hringferðafarþega á sumrin, þá er
bætt við stúlku. Hásetamir tóku að
sér að þrífa sína klefa eftir að ég
varð ein svo ég þríf bara hjá yfir-
mönnum, farþegum og gangana.
— Hvernig líst þér á að fara að
starfa í landi?
— Ég er bara búin að vera í
landi í viku svo það er ekki komin
nein reynsla á það. Ég ætla að sjá
til hvernig þetta verður. Aðstaðan
hér er ekki orðin eins og hún á að
verða, þetta er að komast í gagnið
smátt og smátt. Þeir báðu mig að
taka þetta að mér svo ég sam-
þykkti það en ég get alltaf farið á
sjóinn aftur ef mér líkar ekki
Nú var kominn kaffitími og
hafnarverkamenn tóku að streyma
inn í kaffistofuna. Sumir hafa
kaffibrúsa með sér, aðrir kaupa
sér kaffi og vínarbrauð hjá Gunnu.
Þeir setjast að tafli eða taka í spil
og gamanmálin fjúka. Eflaust
finnst þeim notalegt að vera búnir
að fá konu til starfa sem býður upp
á heitan sopa að loknu erfiði og
allir eru þeir sammála um að að-
staðan í nýja húsinu sé mjög til
bóta. Gunna heldur því áfram að
stjana við kalla, eins og hún hefur
gert í aldarfjórðung og gengur til
þeirra verka með bros og spaug-
yrði á vör. Við óskum henni vel-
gengni í nýja starfinu.
E.Þ.
Nú hitar hún kaffisopa fyrir hafnarvcrkamcnn í nýja vörugcymsluhúsinu á Grófar-
•’ryggju* Kristinn Guðmundsson hefur unnið við höfnina sl. 5 ár en hafði áður verið 50 ár
á togurum og bátum en Birgir Baldursson hefur unnið sem hafnarverkamaður hjá
Ríkisskip í 40 ár.
28
VÍKINGUR