Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 31
„Eins og ryksuga sem sog- ar aö sér og blæs frá sér” — siglt eina ferð með sanddæluskipinu Perlu Allir vita að mikið er byggt á íslandi en skyldu eins margir vita að efnið til bygginganna er oft sótt á haf út? Í Reykjavík er fyrirtæki sem heitir Björgun h/f, upphaflega stofnað til að vinna að björgun strandaðra skipa, en starfrækir nú 4 sanddæluskip sem dag og nótt dæla upp sandi og möl af hafsbotni sem síðan er harpað og sigtað í 11 mismunandi tegundir byggingarefnis, eftir grófleika. Við bregðum okkur um borð í eitt skipa Björgunar h/f, Perluna, og fylgjumst með þeim skipverjum, eina ferð, í blíðskaparveðri í lok september. Hreinsunardeildin mætir við löndunina. Útgerðarstjóri Björgunar, Hreinn Hreinsson, tekur á móti mér í húsi fyrirtækisins á Sævar- höfða og sýnir mér sandhólana sem hlaðast hafa upp á svæðinu. Innan skamms leggst Perlan að kantinum, tengir rörið um borð við það sem er í landi og byrjar að dæla. Þar sem við Hreinn stönd- um, upp á hæsta hól og horfum yfir, sjáum við hvar „hreinsunar- deildin" kemur á vettvang og tek- ur óðara til starfa. Það eru máv- amir sem fljúga gargandi yfir svæðið þar sem sandur, möl og sjór sprautast út út rörinu. Þeirra hlutverk er að tína allt ætilegt úr góssinu. Þeim finnst kræklingur og fleira góðgæti, mesta lostæti og alveg óþarfi að því verði blandað saman við sement og vatn, síðar meir. Eigendur fyrirtækisins eru líka hæstánægðir með uppátækið svo þama hefur komist á fyrirtaks samvinna. Siglt út Viðeyjarsund. Þegar skipið er orðið tómt og búið að dæla einhverri reiðinnar býsn af olíu um borð, hífir Garðar háseti rörið inn fyrir borðstokkinn og landfestar eru leystar. Við sigl- um svo sem leið liggur út Viðeyj- arsund en áður en Garðar sest inn í messa og yljar sér á kaffisopan- um, lokar hann fjórum af sex lúguopunum og skiptir um lokur í rörunum. Hann tekur lokuna úr sogrörinu sem liggur nú meðfram síðunni og setur hana í losunar- rörið sem hefur lokið hlutverki sínu í bili. Hann er sem sagt búinn að gera klárt svo hægt sé að dæla um borð þegar komið er á áfangastað. Flest með langan starfsaldur að baki. Skipverjar á Perlunni eru sjö í einu um borð en í allt eru þeir fleiri því alltaf eru einhverjir í fríi. í þessari ferð var skipt um skip- stjóra, kokk og annan vélstjórann. Þau voru að koma úr viku fríi og eiga nú eftir að sigla næsta hálfa mánuðinn, stanslaust allan sólar- hringinn, með sand og möl í land 31 Losunarrörið tengt við land ogbrátt streymirhið ómissandi byggingarefni í hauga, tilbúið til notkunar fyrir framtakssama atorkumenn. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.