Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 54
Skuttog sparar orku notkun við skuttog er töluvert Það hefur verið sannað, að orku- milli en þegar togað er með síðu- trolli. Þegar togað er með skut- trolli, þá helst stýrið miðskips og togvíramir eru kyrrir, þannig að trollið virkar svipað og stýri. Þegar notað er síðutroll, er yfir- leitt nauðsynlegt að leggja stýrið í annað borðið, til þess að skipið haldi stefnunni. Við það tapast togkraftur. Með skuttog virkar trollið sem stýri og það eitt sparar ca. 10% orku. CALLESEN DIESEL ÚTGERÐARMENN Hefur þú sem útgerðarmaður efni á að kaupa aöalvél í skip án undangenginnar athugunnar á eftirfarandi atriðum hjá vélar- seljendum eða notendum. Vlð vonum að við heyrum frá þér ef þlg vantar þessar upplýsingar eða hafir samband við einhvern þeirra sem eru með CALLESEN aðalvél. 1. Brennsluolíunotk- un pr. hestorku- tíma 2. Smurolíunotkun 3. Bilanatíöni 4. Varahlutalager 5. Þjónusta 6. Verð miðaö við hestöfl í gamla skiplð eöa nýsmiði — CALLESEN Kynnist kostum Callesen andri hf. UMBOÐS OG HEILDVERZLUN Armúla 28, Pótthólf 1128 Símar 83066, Rvík. Siglingamálastjóri hefur fariö þess á leit við allmarga aðila, að þeir skilgreindu hvað fælist í orðinu „skuttogari". Vill hann, að slík skil- greining verði birt í næstu skipa- skrá og skilgreiningin samin að viðhöfðu samráði við alla aðila málsins. Hugmynd siglingamálastjóra, sem notast má við sem umræðu- grundvöll er þessi: „Skuttogari er fiskiskip, stærra en 000 þrl. (t.d. 250 brl.) með skut- rennu þar sem troll er dregið með fiski upþ á þilfar og tæmt þaöan niður í fiskmóttöku eða lestarrými fyrir fisk.“ Stórar pantanir til M.A.N.—B—W Alpa M.A.N.—B&W dísilvélaframleið- endurnir, sem nú hafa sameinast, náðu nýverið samningi um sölu á 54 vélum af gerðinni 20/27, en þetta eru framdrifnar vélar og eiga að fara í aðstoöarskip við olíubor- palla. Alls verða aðstoðarskipin níu aö tölu, þannig að sex vélar verða í hverju skipi. Aðstoðarskipin eru byggð í Hudong skipasmíðastöðinni, í Shanghai í Kína, en eigandi skip- anna verður Sentinel Supply Ships í Singapore. Skipin verða notuð á olíusvæðunum úti af Suð- austur-Asíu. 54 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.