Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 61
Ný tegund lyfti- búnadar á markaðinn Fyrir nokkru kynnti ASIACO h.f. nýja tegund af lyftibúnaði, sem framleiddur er af breska fyr- irtækinu Parsons Chain Comp- any. Þessi lyftibúnaður er saman- settur af stálkeðjum, sem eru sér- hannaðar til lyftinga og eru not- aðar erlendis í sívaxandi mæli, þar sem vírastroffur voru notaðar áð- ur. Þróun í keðjuframleiðslu hefur verið mjög ör undanfarin ár, en allt þar til fyrir nokkrum árum voru keðjur smíðaðar í höndum með einföldum handverkfærum og efnið var einungis hrájám. Málshátturinn „engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn,“ bendir til þess að þá hafi keðjur verið misjafnar að gæðum. Kynningarfund ASIACO sóttu fulltrúar fjölda fyrirtækja og stofnanna og á fundinn komu tveir fulltrúar Parsons Chain, en þeir sýndu hvernig keðja er framleidd nú á tímum og hinir ýmsu tengi- lásar og krókar fyrir þær. Hver einasti hlekkur í stálkeðju frá Parson er reyndur í framleiðslu við visst álag, sem er tvisvar sinn- um meira en leyfilegt vinnuálag og ábyrgist Parson að allir hlekkir keðjunnar séu jafnsterkir. Stálkeðjurnar og tengilásamir í lyftibúnaðinum nefnist Kuplex og úr því er hægt að setja saman alls- konar lyftibúnað á mjög skömm- um tíma. Hver einasti hlutur í Kuplex kerfinu er þolreyndur í fram- leiðslu og er því hægt að afgreiða lyftibúnaðinn með skírteini sem staðfestir leyfilegt vinnuálag. Auk þess er búnaðurinn greinilega merktur hámarksvinnuálagi og því á aldrei að vera nokkur vafi á hve þungum hlutum má lyfta hverju sinni. Á fundi ASIACO voru menn sammála um að hér væri um mikið öryggismál að ræða, því oft hefur komið fyrir að hinn ýmsi lyftibúnaður eins og t.d. stroffur hafa slitnað, þar sem menn hafa ekki vitað um lyftigetu þeirra. Öryggisstuðull Kuplex kerfisins Úr vcrkstæðishÚNÍ ASIACO. Hér sést hvernig Kuplex Ivftibúnaður er notaður. er 4:1, en öryggisstuðull er hlutfall milli brotþols og leyfilegs vinnu- álags. Á það má benda að krafist er að öryggisstuðull víra til sömu notkunar sé 5:1 eða 6:1. Þessar mismunandi kröfur á öryggis- stuðlum sanna á einfaldan hátt mismun á eiginleikum stálkeðju og víra, þar sem nota má stálkeðju til lyftinga nær uppgefnu brotþoli en vír. Eftir kynningarfundinn var fundarmönnum sýnt verkstæði og birgðastöð ASIACO á Hrólfs- skálamelum á Seltjarnarnesi. Þar verður Kuplex búnaðurinn settur saman og afgreiddur. Verkstæðið er búið mjög fullkomnum tækjum, en auk Kuplex búnaðarins mun ASIACO einnig framleiða venju- legar vírstroffur. Fram til þessa hafa íslendingar mest notað af svokallaðri Trawlex keðju og tengilásum frá Parson. Sá búnaður er notaður á botnvörpu og er því sem næst um borð í hverjum einasta skuttogara í Iandinu. VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.