Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 25
BRÝNT AD TAKA
SAMNINGANA TIL ENDURSKOÐUNAR
Einnig er stórt atriði að sjó-
menn fái frítt fæði eins og aðrar
stéttir sem vinna utan við sín
bæjarmörk.
Það er lika mjög brýnt að
taka samningana til endur-
skoðunar vegna bess að bar
eru allt of mörg vafaatriði sem
verður að leiða til dómstóla ef
uppkemurágreiningur.
Ég tel það líka mjög áríðandi
að samið verði sér fyrir togara,
og sér fyrir báta, og að at-
kvæðagreiðsla veröi samein-
uð um allt landið. T.d. er
kannski kosið bæði hér og á
Hellissandi. Hellissandur fellir
en Ólafsvik er með, þá er annar
staðurinn i verkfalli en ekki
hinn. Mérfinnst að samningar
verði að vera annað hvort sam-
þykktir um allt landiö eða ekki.
Sjómannafélögin um allt
land verða að koma sterkar
fram þegar að stéttinni er vegið
af opinberum vettvangi, annað
hvort af ríkisvaldinu eða fjöl-
miðlum.
Margt fleira er aðkallandi
sem hér mætti telja, en ég læt
þettanægjaaðsinni.
— Hvað er hægt að gera til
að auövelda mönnum að
hætta á sjónum og fá sér starf
í landi, áöur en þeir verða of
gamlir eða finnst þér þeir eigi
að vera á sjó þar til þeir geta
ekki veriö þar lengur?
Það er helst það að námið,
þ.e. próf úr sjómannaskóla,
verði metið í landi, en svo er
ekki nú, þótt við höfum jafnvel
margra ára starfsreynslu sem
er mjög margþætt s.s. verk-
stjórn, tækjameðferð, með-
höndlun á fiski og margt fleira.
Sjómannsstarfið er það erf-
itt að það er alveg hámark að
menn vinni í 20 ár til sjós, og
ættu þeir þá að fá full eftirlaun,
enda þá svo sannarlega búnir
að skila sinu til þjóðarbúsins.
— Hvernig líður heimilis-
manninum, sjómanninum,
gagnvart börnum sínum og
Ég var fyrst messagutti 14 ára og byrjaði alfarið til sjós 15
ára.
.. .þaöeralveg
hámarkaömenn
vinni Í20ártilsjós
ogættuþeirþáaö
fáfulleftirlaun...
maka þegar hann er langdvöl-
umaö heiman?
Honum liður illa, þvi hann
getur ekki nema að litlu leyti
tekið þátt i heimilishaldinu og
heimilislifinu, og hann missir af
samneyti viö börnin sin og
maka sem aldrei verður bætt,
hvorki þeim né honum.
Mig langar til að geta þess í
lokin, að mérfinnst kominn timi
til að sjómenn fái sinn ákveðna
fridag (sjómannadag) og að
það verði laugardagur en ekki
sunnudagur, þvi hann er
fridagurallra landsmanna.
Sjómenn hér í Ólafsvík hafa
rætt þetta á fundum sínum, vil
ég skora á sjómannasamtökin
að þeita sér fyrir þvi að sjó-
menneignistsinneigindag.
Víkingur 25