Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 21
Ég var hvorki góður né...
Ég hélt uppi félagsvist á vegum Öldunnar í mörg ár. Ég hef alltaf haft
gaman af að spila og geri mikið af því enn.
kallaö var, fiskiskipstjóri, sá
sem stjórnaöi veiðunum. Fær-
eyingar voru hér á sildveiðum
umþettaleyti.
— Og gekk þér vel, varstu
fiskinn?
— Ég hef nú aldrei verið
neitt sérlega fiskinn, en þó ekki
algjör klaufi, segir Guðjón og
hlær hraustlega. Mér gekk
alveg i meðallagi. Var hvorki
góður né slæmur — allavega
langt frá því að vera aflakóng-
ur.
Matsmaðurí30ár
1950 fór ég á námskeið i
fiskimati og stundaði fiskimat
upp frá því. Ég matti þæði salt-
f isk og skreið, hingað og þang-
að um landið fyrir rikismatið
sem þá skaffaði mennina. i
ferskfiskmatinu var ég svo i
átta eða tiu ár. Það var stofnuð
nefnd sem átti að starfa i tvö ár
i þvi augnamiði að skipuleggja
fiskmatið eitthvað betur. Hún
starfaði í fimm eða sjö ár,
þangað til hún skilaði áliti og
það sem kom út úr þvi var að
þessu var haldið áfram og
lagðist alfariö undir rikismatið
semsiðarvarðFramleiðslueft-
irlit sjávarafurða. Á þetta hefur
aldrei komist gott lag, það er
óhætt að segja það. Enn er
kvartað undan slæmum gæð-
um á fiski og alls konar mistök
hafaáttsérstað.
— Finnst þér þurfa að
skipuleggja Framleiðslueftir-
litiðbetur?
— Ja, ég vil nú sem minnst
blanda mér í það. Það eru ekki
allar syndir guði að kenna, eins
og haft var eftir kerlingunni.
Það er viða pottur brotinn. Ég
hlustaði á umræðurnar um
daginn í sjónvarþinu, út af
fræðslumyndinni en mér
fannst þeir aldrei koma að
höfuðmeinsemdinni sem er,
hvaö fiskurinn kemur eyði-
lagöur upp i skipin. Hann kem-
ur skemmdur úr netunum og
stórum hölum á togurunum.
Það er aldrei hægt að bæta f isk
sem kemur skemmdur um
borð. Þaðverðurallt aðfylgjast
í höndum til að fá út góða vöru.
Þegaraflinn minnkarog kostn-
aðurinn er orðinn svona mikill
er nauðsynlegt að fá út úr þvi
það allra besta. Erfiðleikarnir
viröast miklir núna, en eins og
Vigdis Finnbogadóttir segir,
verður fólk að vera bjartsýnt.
Islendingar hafa oft lent í erfið-
leikum áður og komist fram úr
þeim.
Mat er fyrst og f remst
reynsla...
Ég varð að hætta hjá Fersk-
fiskmatinuþegarég varðs jöt-
ugur, en maðurmávinnaviöað
meta saltfisk og skreið, alveg
fram i andlátið, afþvi rikið borg-
ar það ekki, heldur framleið-
andinn sem maður vinnur hjá.
Ég hef verið viö kennslu i Fisk-
vinnsluskólanum frá þvi hann
var stofnaður, það segir eng-
inn neitt við þvi. Það eru nám-
skeið haust og vor. Svo hef ég
kennt á ýmsum námskeiðum í
saltfisk- og skreiðarmati. En
nú er ég sem sagt hættur. Þeg-
ar heilsan er góð, er ánægju-
legt að koma innan um fólk. Ég
hef haft gaman af að kenna,
þetta er gott fólk sem ánægju-
legt er að starfa með. Annars
er mat lang mest reynsla. Mað-
ur er alltaf að lenda í nýjum og
nýjum aðstæðum sem maður
verður að bregðast við. Það er
takmarkað hægt að kenna
svonalagað af bókum. Það
tekur mörg ár að ná færni i
þessu.
— Finnst þér i minningunni,
þið hafa framleitt betri saltfisk i
saltfisktúrunum i gamla daga
ennúsést?
— Já, það er óhætt að full-
yrða það. Fiskurinn kom þarna
lifandi um borð og yfirleitt var
gert að honum fljótlega, nema
þegar var fyllt dekk, eins og
kallað var. Þá tók aðgeröin oft
langan tima og það siðasta
sem gert var að, e.t.v. farið að
skemmast. En ef á heildina er
litið, var þessi fiskur jafn betri.
T.d. eru töluverð brögð að því
núna að þeir salti fisk sem leg-
ið hefur i ís, þegar frystihúsin
ráða ekki viö að koma þvi und-
an. Slikur fiskur missir bragð
við að liggja i is. Hann verður
aldreieinsgóður.
Hægt væri að spjalla við
Guðjón Pétursson um allt milli
himins og jarðar mun lengur en
hér látum við staðar numið og
óskum honum alls hins besta.
... mérfannstþeir
aldrei koma aðhöf-
uðmeinsemdinni,
sem erhvaö fiskur-
inn kemureyðilagð-
uruppískipin...
Þaðertakmarkað
hægt að kenna fisk-
matafbókum. Það
tekurmörg árað ná
færniíþessu...
Víkingur 21