Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 52
Unnið við slægingu um borð í Guðbjarti ÍS16.
... Þettaerheldur
ekkihægteffisk-
urinn erlátinn
liggja óblóðgaö-
ur, lengri eða
skemmri tíma, á
meðan áhöfnin er
að sinna veiðar-
færum svo að
hægtséaðfá
sem hæstaafla-
tölu, en aflaverð-
mætið látið liggja
milli hluta...
... nauðsynlegter
að vélbúnaðursé
notaðurtil hins
ýtrasta, þannig
aðmestslítandi
vinnunniséléttaf
mönnunum og
þeir geti beitt
krö ftum sínum til
að meðhöndla
fiskinn á sem
bestan hátt...
hefur það komið skýrt í
Ijós, að ekki virðist skipta
höfuömáli hvort slægt er
og blóðgað samtímis eða
hvort það er gert i sitt
hvoru lagi og fiskurinn
látinn blæða á milli. Hins
vegar skiptir máli, að
fiskurinn fái tíma til að
blæða og að blæöingin
eigi sér stað í vatni, sem
virðist vera skilyrði fyrir
því að holdið verði alveg
blóðlaust. Þvi næst þarf
að þvo fiskinn með úðun
eða í sjálfstæöu keri áður
en hann fer i lestina.
Hvað langan tíma fiskur-
inn þarf að vera i blóðg-
unarkerinu, er ekki alveg
Ijóst ennþá, en svo virðist
sem aö minnsta kosti
10—15 minútur séu
nauðsynlegar, en ætlunin
er aö rannsaka þessa
hluti nánar, á þessu og
næsta ári, ásamt fleiri
atriðum er meðhöndlun-
inni tengjast. Þessi með-
höndlun, sem lýst er hér
að framan, á við með-
höndlun fisks sem er lif-
andi blóðgaður. Það er
ekki hægt að meðhöndla
fisk sem er dauðblóðg-
aður, þannig að hann
verði eins góður og lif-
andi blóðgaður fiskur,
þess vegna verður að
leggja höfuð áherslu á
það, að aflinn sé blóðg-
aður lifandi. Þetta er ekki
hægt, ef fiskurinn er að
mestu leyti dauður þegar
hann kemur um borð í
veiðiskipið. Þetta er
heldur ekki hægt ef fisk-
urinn er látinn liggja
óblóðgaður lengri eða
skemmri tíma, á meðan
áhöfnin er að sinna veið-
arfærum til að hægt sé
að fá sem hæsta aflatölu,
en aflaverðmætið látið
liggja á milli hluta.
Lokaorð
Það er skoðun mín að
þessi atriði, sem ég hef
fjallað um hér að framan,
eigi eftir að breytast til
batnaðar, þvi við þurfum
að auka verðmæti aflans
á næstu árum, til að
vega upp á móti minn-
kandi bolfiskafla. Einnig
er nauðsynlegt að vél-
búnaóur sé notaður til
hins ítrasta, þannig að
mest slítandi vinnunni sé
létt af mönnum og þeir
geti beitt kröftum sínum
til að meðhöndla fiskinn
á sem bestan hátt.
_ ___ _ annast
. m SK/PADEiLD flutninga
<A. SAMBANDS/NS fXrk
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200