Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 44
\
NýttskipSambands-
ins
Skipadeild Sambandsins
hefur gert smiðasamning við
breska fyrirtækið Appledore
Shipbuilders Itd. um smiði á
nýju skipi fyrir félagið, eftir að
leitað hafði verið tilboða hjá um
30 skipasmiðastöðvum, víða
umheim.
Skip þetta verður bæði
gáma- og frystiskip og sam-
einar þannig i einu skipt, verk-
efni sem tvö skip hafa sinnt, í
flutningum milli íslands og
Bandarikjanna, þvi gámaskip
hafa hingaö til oftast farið hálf-
tóm út en fullhlaðin heim, öfugt
við frystiskipin sem fara
fullhlaðin út en tóm heim.
Skipið verður um 3000 lestir
að buröargetu. I þvi verða tvær
einangraðar frystilestar með
milliþilfari. lestarnar eru mið-
aðar við lestun á brettum, en
það mun flýta mjög lestun og
losun og ekki síður auövelda
mönnum vinnuna þvi hingaö til
hefur kössum verið staflað
með handafli i lestarnar.
Lestarlúgurnar verða stórar,
hægt að opna litinn hluta þeirra
í einu og geta kranar skipsins,
sem verða fjórir, raðað vörum í
lestarnar, jafnt gámum sem
brettum, þar eð kranarnir kom-
ast að öllum brettastæðum í
lestinni.
Kranarnir geta unnið saman
tveir og tveir, ef á þarf að halda
og lyft þannig allt að 35 tonn-
um.
Heildarrúmmál frystilesta er
165000 tenginsfet, auk þess
getur skipið flutt 164, tuttugu
feta gáma (72 í lest og 92 á
dekki).
Aðalvél skipsins verður
finnsk, WÁRTSILÁ VASA
8R32, 4080 hestöfl og gerð til
brennslu þykkrar svartolíu (IF
180). Auk þess að gefa skipinu
rúmlega 14 sjómílna gang-
hraða, knýr vélin öxultengdan
rafal sem mun sjá fyrir allri raf-
orkuþörf skipsins i siglingu.
Vélarrum verður vaktfritt.
Skipið verður búið yfir-
byggðum björgunarbátum, og
það er í fyrsta skipti sem skip
sem byggt er fyrir íslendinga,
hefurslíka báta.
Skipinu er ætlað aö lesta
frystan fisk á fjölmörgum höfn-
um innanlands þar sem það
mun þjóna 30 frystihúsum. Til
að tryggja stýrishæfni þess við
erfiðar aðstæður, verður það
búið öflugri bógskrúfu auk
skiptiskrúfu og blöökustýris.
Skipadeildin á nú tvö frysti-
skip sem sigla til Bandarikjan-
na, Jökulfell og Skaftafell, sem
hvort um sig eru 1500 tonna
skip. Fyrirhugað er að selja
annað þeirra á næsta ári.
Verð hins nýja skips er um
235 milljónir króna, með lán-
tökugjöldum og vöxtum á
byggingartíma. Gert er ráð fyrir
afhendinguioktóber1984.
SltMENN BEINIÐ VIÐSKMUM
YKKARIEIGIN PENINGASTOFNUN
AFGREIÐSLUTÍMIKL. 9.15 TIL 16.00
FIMMTUDAGA
FRÁKL. 9.15TIL18.00.
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18,105 Reykjavík, P.O. Box 757, sími 28577
44
Víkingur
1 1 ASÍTNIN