Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 64
64 Víkingur
Frh.af bls.12
Síöbúin kveöja
Persónuleg kynni mín af Guð-
mundi Oddssyni voru þau, að
hann væri afburða duglegurað
hverju sem hann gekk, fram-
takssamur og úrræðagóður.
Eg hafði nokkur kynni af hon-
um síðar á lífsleiðinni, og
reyndist mér hann drengskap-
armaður.
Minnisstæðast er mér þó
það, sem hann lagði af mörkum
þegar „Vikingurinn“ var stofn-
aður. Eg held það satt, að þetta
blað hefði um árabil ekki séð
dagsins Ijós ef dugnaður og
ósérhlífni Guðmundar Odds-
sonar hafði ekki notið við.
Fyrir það og samstarfið þá
og siðarþakka eg, og sendi að-
standendum hans samúðar-
kveðjur.
íokt.1983.
BárðurJakobsson
Frh.afbls.34
Tölvuratsjá ARPA
að mun. Þessi sjálfvirkni
tryggir ennfremur að rat-
sjáin fylgir alltaf miðjum og
mestum styrkleika endur-
varps. Með þessu er dregið
úr fölskum stefnubreyting-
um endurvarps vegna þess
að ratsjárgeislinn lendir á
endurvarpi undir þreytilegu
sjónarhorni.
6. Á RACAL-DECCA vinnur
sjó og regndeyfir (Sea/-
Rain-Clutter) sjálfvirkt og
dregur úr truflunum frá
öðrumratsjám.
Veik endurvörp eru sjálf-
virktstyrktupp.
Á skjá beint ofan við sjálfa
ratsjárskifuna er hægt að lesa
upplýsingar um endurvarpið
(Target Data): Fjarlægð í end-
urvarp, næstu fjarlægð
(CPA), eftir hve iangan tíma
endurvarp er næst eigin skipi
(TCPA), stefnu, hraða og mið-
untilendurvarps.
Fyrirhuguð stjórntök
reynd (sumulation of
trial manoeuore)
Þá er hægt að gera athugun
á því hvort fyrirhuguð stefnu
og/eða hraðabreyting beri til-
ætlaðan árangur. Á auga-
bragði er áformuð breyting á
stjórntökum (stefnu- eða
hraðabreyting) keyrð inn i
samliki og unnt aö sjá hvort
stjórnborðs- eða bakborðs-
beygja gefi betri árangur. —
Við munum þó aö beygja
aldrei á bakboröa nema allt
annaö þrjóti! — Eða hvort auk-
in eða minnkuð ferð bæti stöð-
una.
Tölvuratsjárnar eru á X-
bandi (3 cm bylgjulengd) og
senda þá með 25 KW orku frá
6—9fetaloftneti (scanner).og
á S-bandi (10 cm bylgjulengd)
með 30 KW orku á 12 feta
scanner. Sjónskifan er 12 eða
16tommur.
Tækinu geta fylgt verkefni til
æfinga (samlíkingsverkefni) á
sérstökum kassettum.
Velja má um stafnlinustillta
ratsjá (Course up), áttavita-
stillingu (stabilized eða North
up) og á hvora stillingu sem er
má hafa stefnu skipsins upp,
eins og algengast er á tækjum i
dag en þá er myndin á flestum
tækjum ekki áttavitastillt. Mik-
ið hagræði er að þessari nýj-
ung t.d. ef ratsjáin er áttavita-
stillt og skipið er á stefnu 270”
r.v. þá snýr stafnlínan upp og á
270° r.v., en r.v. norður er þvert
umstjórnþorða.
Ratsjána má stilla á raun-
hreyfingu (True motion) eða
sýndarhreyfingu (realtive
motion).
Sérstök akkerisvakt
Þegar skip liggja fyrir akkeri
er hægt að stilla radarinn á sér-
staka „akkerisvakt“ — þ.e.
tækið gefur viðvörunarhljóð og
merki, ef eigið skip hreyfist út
fyrir afmarkað svæði eða eitt-
hvert annað skip nálgast um of
eða nálæg skip á sömu legu
koma of nærri. Þetta hefði
einhvern tima þótt lúxus!
En þrátt fyrir allt er þó rétt að
minna enn á 5. grein siglinga-
reglnanna um örugga vakt og
varðstöðu. ARPA er öryggis-
tæki til viðóótar öðrum.mikils-
verðum siglingatækjum.
Dagskífa
Hægt er að taka miðanir og
athuganir á ratsjána um há-
bjartan dag (Daylight Radar
Picture) án þess að myrkva
sérstaklega skífuna og eru
tækin búin sérstakri rafstiku til
að taka miðanir af skipum og
kennileitum (ERBL=Electronic
Range and Bearing Marker
Line).
ARPA í íslensk skip?
Ég læt hér staðar numið, en
vona að af þessari knöppu lýs-
ingu á merkilegu og fullkomnu
siglingatæki verði nemendur
og aðrir lesendur nokkru fróð-
ari um nýju tölvuratsjána eins
og ég vil kalla ARPA á islensku.
Vonandi er að skólinn okkar
og íslensk skip verði sem fyrst
búin þessum ratsjám, sem
munu veita sjófarendum
ómælt öryggi og auðvelda allar
siglingaraömun.
Ég frétti af tilviljun að nú ætti
að fara að velja siglingatæki i
nýju strandferöaskipin okkar.
Væri nokkuð betra fyrir öryggi
þeirra og vandasamar sigling-
ar á víðast hvar illa merktar
hafnir en svona ratsjá? Eink-
um hef ég þá i huga kortin, sem
er hægt að setja inn á ratsjána
af hinumýmsu leiðum.