Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 12
12
Síðbúin kveðja
Víkingur
Haustiö 1938 hitti eg Guð-
mund skipstjóra Oddsson á
gangi i Hafnarstræti i Reykja-
vík. Við vorum Bolvikingar og
kunnugirog tókum tal saman.
Gu'ðmundur spurði mig að því
formálalaust hvort eg vildi taka
að mér ritstjórn blaðs, sem i
ráöi væri að sjómannasamtök
gæfu út. Skildi eg fá kaup fyrir.
Gleypti eg þessa flugu þvi eg
var blankur eins og oftar. Satt
aö segja var eg ekki fær til
þessa starfs, þvi eg vissi
næsta fátt um sjómenn, sam-
tök þeirra, viðfangsefni og
áhugamál.
Það mátti þegar þetta var
heita flest óráðið um útgáfu
þessa blaös. Þarna var nánast
hugmynd á ferö, og hafði raun-
ar skotið upp kolli allt frá 1904
en jaf nan strandað á einhverju,
oftastfjárhag og ritstjóra.
Nú mátti segja aö ritstjórinn
væri fenginn, en það var allt og
sumt. Það vantaöi fé og alla
aðstöðu, nafn og form á blaðið
sölu- eöa umboðsmenn úti um
land, að ekki sé talað um kaup-
endur.
Það stóð i baxi um þessi mál
i marga mánuði og satt að
segja var eg orðinn langeygur
eftir kaupinu og átti þess jafn-
vel von aö ekkert yröi úr þessu.
Guðmundur Oddsson var ekki
á því að þessa rynni út i sand-
inn, og vann að þvi öllum árum
að hrinda blaðinu af stokkum.
Mér er til efs þótt margir ágætir
menn komi hér við sögu, að
nokkuð hefði orðið úr blaðaút-
gáfu ef Guömundar heföi ekki
notið við. Hann vann ótrauður
að málinu og sparaði hvorki fé
né fyrirhöfn, og hélst það lengi
siðan aðGuðmundurvarburð-
arási útgáfublaðsins.
Fyrstu mánuðir ársins 1939
liðu svo að hvorki rak né gekk.
Fyrir utan fjármál og formsatr-
iði þurfti aö samræma ýms
sjónarmið skipstjórnarmanna,
vélstjóra og loftskeytamanna
og varmargtrætt.
Svo fréttist þaö að önnur
samtök hefðu í hyggju að
stofna til blaðaútgáfu beinlinis
í samkeppni við hið fyrirhug-
aöa blað Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands.
Þetta varð til þess að ákveöið
var að koma þegar út blaöi fyrir
F.F.S.Í., og réði Guðmundur
Oddsson mestu um þetta, m.a.
fjármálin. Blaöinu var í skyndi
valið nafnið „Vikingurinn"
ásamt með káputeikningu.
Svo fljótt þurfti til að taka að eg
sat hjá káputeiknaranum
Tryggva Magnússyni meðan
hann lagði siöustu hönd á
teikningu sina og fór með hana
beint í prentmyndagerð. Ekki
var til efni i blaðiö nema aö litlu
leyti. Siöan komu hrifsingarvið
að prenta blaðið og brjóta um,
og mátti heita að lagt væri
saman nótt og dagur. Þessi
hraði og það hve allt var i frum-
gerð og vart hugsað eða rætt til
hlýtar, olli þvi að fyrsta tölublað
„Vikingsins" varð minna held-
ur en ætlað var. Næsta blað
fékk það snið, sem það hefur
siðan haft. Blaðið heitir nú:
„Sjómannablaðið Víkingur",
en efnisval og meðferð hefur
að sjálfsögðu breyst með nýj-
umaðstæðum.
Eg vann nokkuð að þessu
blaðmáli, og eg get fullyrt að
þar hafi Guðmundur Oddsson
komið mest við sögu. Eg skildi
ekki og hefi aldrei skiliö
hvernig hann hafði tóm til
þreytandi snúninga þvi eg vissi
aö hann hafði störfum að
sinna, og að auki mörg félags-
leg áhugamál. Að mér sneri
aðeins sú einfalda hlið málsins
að ritstýra blaðinu. Að öðru
hafði eg þau ein afskipti að sjá
um útsendingu blaðsins, sem
var reyndar nokkuð seinlegt
verk og ekki skemmtilegt. Það
varö að brjóta blaöið i pappir,
lima og árita til hvers kaupanda
og allra umboðsmanna. Guð-
mundur Oddsson var hinsveg-
ar aðalmaður í öllu öðru sem
snerti „Vikinginn", og þaö var
ekki litiö verk og kostaöi mörg
sporog ferðir.
Mér færari menn hafa
minnst Guömundar H. Odds-
sonar, skipstjóra, að verðleik-
um, og bæti ég ekki þar um.
Frh.ábls.64