Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 54
54 Víkingur
mannskap, þegar vantaöi alla
hásetana.
Ekki voru liönir margir dagar
þegar i Ijðs kom, aö kokkur og
stýrimaöur þoldu ekki hvor
annan. Ef stýrimaður mælti
einhverja speki rauk kokkurinn
upp meö taugaveiklunar-
kenndu brölti og hellti sér yfir
hann. Stýrimaður lét sér þó
hvergi bregöa viö slikar uppá-
komur.
„Ég get leikiö mér aö útvega
nægan mannskap." sagöi
hann viö skipstjórann einn
daginn. „Þaö er fullt af þeim á
verkamannaskýlinu. Ég gæti til
dæmis fengið Gulla Magarin,
Sigga viö ofninn og fleiri og
fleiri.
Kokkurinn spratt upp.
„Ég get sagt þér þaö, aö ef
þú ætlar aö fara aö fylla bátinn
af rónum þá er ég farinn.“
Stýrimaður yppti öxlum
nokkrumsinnum.
„O, ætli myndi nokkur sakna
þin.“
Einhvern veginn haföist af
að skrapa saman mannskap,
en allir voru óvanir og var þar
misjafn sauöur i mörgu fé. Loks
var róiö út meö netin og lagt og
gekk þaö aö mestu slysalaust.
Þá var haldið til lands aftur og
er komið var i höfnina tók stýri-
maður kastlinu mikla, sem
hann haföi dundað viö aö út-
búa sér og kastaði upp á
bryggjuna. Bryggjan var algjör-
legamannlaus.
„Til hvers hendiröu kastlinu
upp á mannlausa bryggju?"
spuröi annar vélstjóri. „Væri
ekki nær aö paufast upp með
endann?"
Stýrimaöur horföi vand-
ræöalega á kastlinuna í hönd-
umsér.
„Þaö er nú sennilega rétt,“
sagöi hann. „Annars er þaö
stýrimannsembætti aö vera
meö kastlinuna."
Aö morgni næsta dags var
haldið út aö vitja um netin í
mjög fallegu veöri. Þegar nálg-
aöist baujurnar kom stýrimað-
ur niöur í lúkar og haföi uppi
ræsingaþulu:
„Jæja strákar, baujuna
klára, hvernig er með kokkinn,
á hann ekki kaffi? Þaö er nú
meira helvitis bölvaö fífliö
þessi kokkur,sko.“
Og kokkurinn spratt fram á
gólf meö þaö sama steytandi
hnefaaðstýrimanni.
„Sko, ég get sagt þér þaö
Stýrimaöur yppti öxlum
nokkrum sinnum og hellti sér i
könnuna.
Annar vélstjóri hraöaói sér
upp á dekk meö stýrimanni aö
taka baujuna, því hann haföi
áhuga á aö nema sem skjótast
þessi vinnubrögö. Siglt var
rólega aö baujunni og stýri-
maður seildist i vantinn eftir
biturlegum, þrigogguöum fiski-
haka og krækti undir belginn.
„Puþþþþþ," heyröist þegar
goggurinn stakk gat á belginn
og loftið blés úr honum á svip-
stundu. Siöan hvarf hann til
botns meö bauju og öllu
saman.
„Vitlaus haki,“ tautaöi stýri-
maðurspekingslega.
Skipstjóri hristi höfuöiö i
stýrishúsinu, en sigldi svo aö
hinum enda trossunnar. Þá
höföu verið höfö hakaskipti
svo slysalaust gekk nú aö ná
inn baujunni. Mannskapurinn
tíndist upp á dekk og raðaði
séráboröiötilaögreiöafiskinn
úr netunum. Mjög tregt fiskirý
var, en þaðflýtti litiö drættinum,
þvi allir voru óvanir og þvæld-
ust hver fyrir öðrum og stýri-
maður reyndist alls ófær um aö
segja til verka. Þó var mikill
völlur á honum og þóttist hann
heldur betur maöur meö
mönnum, enda haföi hann ekki
áöur haft slík mannaforráð.
Ætlast var til aö fiskurinn
væríflokkaöurídauttoglifandi,
en stýrimanni var ókunnugt um
þaö og lét allt saman i lestina.
Skipstjóri ákvaö aö færa
netin og leita betri miða. Voru
þvi nokkrar trossur dregnar
hver ofan á aöra og siglt meö
þær austar meö landinu. Á
meöan hélt stýrimaður fyrir-
lestra yfir hásetunum og opin-
beraöi ýmislegt úr lærdómi sín-
um. Þar á meöal lék hann ýmis
flautmerki skipa, einkum ef
þröngt var aö athafna sig i
höfnum og sér í lagi ef sigla
þyrfti aftur á bak. Aö þekkja
þaö merki taldi hann meö
nauösynlegustu kunnáttu
skipstjórnarmanna. Einnig
kvaö hann þaö i sinum verka-
hring sem stýrimanns aö kafa
niöur og skera úr skrúfunni, ef
trossan festist í henni, eins og
fyrir haföi komiö á bátum. Sér-
stakur meistari sagöist hann
vera aö losa sig úr neti, ef hann
flækti fót i þvi í lagningu. Mönn-
um þótti þetta allt saman hinn
merkilegasti fróöleikur.
Skipstjóri kallaöi nú aö
leggja aö nýju. Einhvern veginn
haföi stýrimaöur lag á aö glutra
færinu i skrúfuna um leið og
hann henti þvi útbyrðis.
„Hæ, þaö er komið aö þvi aö
kafa, stýrimaöur,“ kallaöi ann-
arvélstjóri.
„Maður spanderar ekki köf-
un á færiö," ansaöi stýrimaöur.
Ekki varö þó þetta óhapp til
aö tefja róðurinn og hafðist af
að leggja trossuna. Meöan
næsta trossa var á leiðinni út,
báöu menn stýrimanninn að
sýna sér bragðið, sem hann
notaöi til aö losa sig úr neti.
Hann var tregur til, en lét þó til-
leiöast. Hann stakk fætinum
inn i netatrossuna og taldi sig
vera i þeirri neðstu, en fyrr en
varöi sveiflaðist hann i loft upp
og reyndist þá hafa flækt sig i
trossuna sem veriö var að
leggja. Meðan hann var öfugur
i loftinu rykktist netið framan af
tánni og hann skall i dekkiö
framan viö trossuna. Ekki
reyndi hann aö sýna slikar listir
framar.