Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 15
 MýJUMGAR íslensk fiskiker vekja athygli Fyrirtækið Borgarplast hf. í Kópavogi framleiðir fiskiker sem hafa vakið athygli fyrir það m.a. að á þeim er tvöfalt byrði með 30 mm lokuðu hol- rúmi milli byrða. Kyrrstætt loftið milli byrðanna er góð einangrun og því ekki nauð- synlegt að sprauta sérstöku einangrunarefni milli þeirra. Enn fremur er ytra og innra byrðið tengt þannig saman að ekki e ftætta á að þau þrýstist saman. Á botni keranna eru þrír bitar, lokaðir að neðan, þannig að hægt er að snúa þeim um 180° með gaffallyft- ara. Einnig er hægt aó hífa kerin í stroffum. Kerunum er hægt að stafla hverju ofan á annað í þrjár hæðir, full- hlöðnum. Á hverju keri eru tvö 50 mm op til tæmingar. Efnið í kerunum er pólý- ethýlen-plast sem hefur hlotið viðurkenningu bandarískra stjórnvalda til notkunar í mat- vælaiðnaði. í það er blandað efni sem ver innihald keranna fyrir útfjólublárri geislun sem er einkum mikilvægt ef kerin eru mikið notuð utan dyra. Kerin eru fáanleg með og án loks. Hægt er að fá þau merkt fyrirtækisnafni. Ef sérstak- lega er óskað eftir því er hægt að fá kerin einangruð með pólýúretan. Kerin eru framleidd í tveim- ur stærðum: 580 og 760 lítra. Flutningspallar Auk ofangreindra kera framleiðir Borgarplast hf. flutningspalla (vörubretti) úr pólýethýleni, 80x120 sentí- metra og 100x120 sentímetra. Báðir pallarnir eru fjögurra átta tvíþekjur með skiptum undirþekjum samkvæmt skil- greiningu ÍST 70. Yfirborð pallanna, sem að vörunni snýr, er upphleypt en það dregur mjög úr hálu yfir- borði plastsins og eykur jafn- framt öryggið við notkun. Sama áferð er einnig á neðri hluta pallsins þar sem lyftara- gafflarnir ganga um. Á báðum pöllunum eru þrír bitar undir vörudekkinu og eru þeir lokaðir að neðan. Þetta stóreykur öryggi við stöflun þegar vörur eru á pallinum, einkum þar sem undirlagið er gljúpt, t.d. pappakassar. Efnið í pöllunum er hið sama og í fiskikössunum og hefur því fengið viöurkenn- ingu til notkunar í matvæla- iðnaði. Vökvageymir Meðal annarra framleiðslu- vara Borgarplasts hf. má nefna 870 lítra vökvageymi, helstu mál eru 95x95x115 sm og þyngdin er 40 kg. Einnig er hægt að fá geyminn sérstak- lega styrktan og er hann þá 50 kg á þyngd. Um þessar og aðrar fram- leiðsluvörur Borgarplasts hf. fást nánari upplýsingar í verksmiðjunni, Vesturvör 27, 200 Kópavogi, sími 91-46966. Hausklofningsvél Kvikk sf. og Baaderþjón- ustan hf. hafa sameiginlega hannað nýja hausklofnings- vél sem sker kinnar og gellur í einu lagi frá hnakkabeini og tálknum. Með þessari vél er í fyrsta skipti mögulegt að nýta í verulegum mæli á þennan hátt þann mikla og góða fisk sem leynist í þorskhausum. Þróun vélarinnar hefur tek- ið þrjú ár og fyrstu 10 vélarnar komu úr raðsmíði í lok september. Vélin sker 30—35 hausa á mínútu og hefur því undan Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason. öllum þekktum flökunar- og hausingarvélum. Hún sker hausa af 55—110 sentimetra þorski án þess að það þurfi aö still hana sérstaklega. Afurðina, sem kemur úr vélinni, má verka á þrennan hátt: frysta hana, salta eða vinna áfram í marning. Mark- aður fyrir þessa afurð er lítt þekktur en þó er nokkur markaður í Suður-Evrópu fyrir saltaöa hausa. Ekki hefur verið raunhæft fyrr en nú að afla markaða fyrir þessa afurð í stórum mæli því að ekki hefur verið unnt að framleiða hana í verulegu magni fyrr en með tilkomu hausklofnings- vélarinnar. Það er mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að geta nýtt til fulls það hráefni sem berst að landi, sérstak- lega nú, þegar sjávarafli fer minnkandi. Sé allur þorskur af 200 þúsund tonna afla nýttur til fulls, getur það þýtt nokkur hundruð milljóna króna verðmætaaukningu fyrir sjáv- arútveginn, til viðbótar því verði sem fengist hefur fyrir þurrkaða hausa á undanförn- um misserum. Hvernig er hægt að horfa fram hjá slíkum fjármunum miðað við núver- andi ástand? Baader-þjónustan hf. framleiöir vélina en sölu annast Kvikk sf., Ingólfsstræti 1A, 101 Reykjavik, sími91-18420. Víkingur 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.