Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 21
frá lesendum
Kæra sjómannablað. Ég hef fengið áskorunina um áskrift
að blaðinu og sé ekki að ég geti skorast undan þó ég satt aó
segja viti ekki hvernig ég á að finna þessar fáu krónur sem
þarf til að greiða áskriftina en vonandi finnast ráð við því í
tíma.
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að ræða eða gera að
tíunda efnahag minn, heldur ræða litillega um kvótann og þau
áhrif sem hann hefur á sálarlífið mitt, hugurinn verður svo
þungur að það kallaði fram áður óþekktan hæfileika, vélritun
og Ijóöagerð og ferkvæðið héráeftir.
AFRAKSTUR KVÓTANS
Ég fæ ekki að veiða fiskinn,
fiskinn sem gafmér von.
Ég var ungur, glaður og vonandi.
En nú færast lífárin fáu yfir mig,
þunginn er mikill, ég ærist.
Égsé
þein mín sitja ífjarskanum,
ég sit ístól við lítið óorð,
á þorðinu stendur flaska og andi minn fyllir
tómtglerið.
Ég er gamall orðinn, drukkinn, brenndur, búinn.
Andinn fer.
Fæ ég ekki að veiða fiskinn?
Fiskinn sem gafmér von.
Von um líf.
Líf sem gefur afsér líf.
Sig. Ólafs.
Siglufjöröur 3. apríl 1984,
blíðuveður á miðunum, lítil
veiöi nema hjá rækjubátum
sæmilegt. Bergþór Atlason
starfsm. við Loftskeytastöð-
ina í Siglufirði lætur hugann
reika um eftirfarandi í húmi
næturvaktarinnar. Bestu
kveðjur á haf út eins og
endranær.
Staðgreiöslukerfi
skatta
Ein ástæða af mörgum —
Aðstæður hafa breyst m.a. hjá
sjómönnum og þeim sem
vinna við sjávarútveg. Öflun
tekna verður nú innan ramma
takmarkana sem þeim hafa
verið settar. Knýjandi aðgeröir
um breytta stjórnarhætti sýna
einnig augljósan samdrátt
annarra stétta. Breyttar að-
stæður í riki náttúrunnar (ef
réttar eru) ásamt nýjum
stjórnarháttum er hafa áhrif á
möguleika manna til tekjuöfl-
unar kalla á nýjar innheimtu-
aðferðir rikis og sveitarfélaga
og má þann þáttinn ekki und-
anskilja.
Vonir til að brattar brekkur
verði yfirstiganlegar eru meiri
ef þessir hlutir allir ná aö
haldast i hendur.
Offjárfesting
Nýr skipastóll og önnur fjár-
festing í sjávarútvegi hefur
áorkað miklu til hættra lífs-
kjara landsmanna undanfarin
ár. Miklar deilur hafa sprottið
um gang þessara mála, en
athuga ber vel á hvern hátt
neikvæðir þættir þess hafa
verið útfærðir. Má það vera að
án talnaleiks hafi þessi (of-)
fjárfesting jafnvel borgað sig
eða hefur hún kannski verið
látin borga eitthvað allt ann-
að? En umfram allt, gleypum
ekki RÆKJUNA hráa ef offjár-
festing i öðrum greinum sjáv-
arútvegs skyldi eiga við rök að
styðjast. Örvænting nú við
aðsteðjandi vanda má ekki
skyggja á viti fyrri offjárfest-
ingar til varnaðar. Eða ættu
menn frekar að segja sem
minnst þvi hver veit nema að
þetta verði allt saman mikils
virði og bara borgi sig?
Ljósvakinn
Nú heyrist talaö um milljónir
i uppbyggingu hljóðvarps og
sjónvarps. Allt saman gott og
blessaö. En hvað liður hlut
sjómannsins i þessu efni? Er
hann inni i myndinni? Ef ekki
hvar er hann þá? Hefur honum
verið fullnægt? Svaróskast.
Kveðjur
Bergþór Atlason.
Blaöinu bárust eftirfarandi bréf í vor. Þau lentu ein-
hversstaðar undir i staflanum, en komu þó upp á yfir-
boröið aö lokum og það er okkar mat að hér eigi við aö
betra sé seint en aldrei. Þess vegna birtum við bréfin
núna.
Um leiö bendum viö ykkur, kæru lesendur, á tvennt
sem bréfin gefa tilefni til aö minna á. Hiö fyrra er aö vera
ófeimnir viö að setja hugrenningar ykkar niður á blað og
senda okkur, því að Víkingurinn er ykkar blaö og verður
miklu líflegri ef vió fáum aö vita hvað þið viljið lesa, að
ekki sé talað um hversu miklu skemmtilegri hann verður
meö þáttöku ykkar i aö vinna efniö i máli og myndum,
eöa annaðhvort. Hitt er aö minna ykkur á að segja kunn-
ingjum frá hvaö það sé skynsamlegt af þeim að gerast
áskrifendur aö þessu blaði.