Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 25
hann strax fyrir litla borgun. Kartöflupoki meö gjörö er góður hnakkur og snærismúll- inn er álíka gott beisli. Hestur- inn fer þá leið, sem honum er ætlað, og hann ber þig eftir vegum, sem þú færir varla gangandi.Fallir þú af baki öðru hverju, þá stigðu á bak aftur, það er nokkuð sem þú verður að venjaþig við. Herskipið, sem minnst var á, er frönsk korvetta eða létt- freigáta, svipað „Galatheu" okkar. Hún kemur hér á vorin og hefur bækistöð ýmist hér á Dýrafirði eða Reykjavík, allt til haustsins. Hin rúmlega tvö- hundruð skip, sem tilheyra henni, eru fiskiskip. Aðallega skonnortur og loggortur, sem draga af hafsbotni á 100 faöma dýpi þau fágæti sem seinna skreyta þorð Parísar- búanna og kitla bragölauka þeirra. Sagt er að i Frakklandi sé saltfiskurinn i hávegum hafður en hjá okkur nýtur hann ekki mikilla vinsælda. En hve marg- ir munu hugsa um það harð- ræði, sem þeir meiga þola, sem sækja fiskinn til hinna köldu hafa, og hvað þeir þurfa að leggja á sig í hinum vossömu og oft hættulegu sjóferðum. Korvettan liggur eins og patríark i firðinum ásamt litilli brigg, sem erfylgd- arskip hennar og rennur á milli veiðiskipanna, frá norðri til suðurs, eins og hundur í sauöahjörð. Öðru hverju koma veiðiskipin inn í bugtina til patríarksins til viðgerða eða til þess að afla einhverra nauð- synja og njóta sólar i skjóli fjallanna. í heild er þetta vel skipulögð deild. Til þessa áhugaverða fjarð- ar, Dýrafjarðar, komum við hinn 9. júni 1860, um hádegi, á skrúfukorvettunni „Heimdal", sem í ár er „kadettskip", og vörpuðum akkerum skammt frá hinni frönsku korvettu. Við skiptumst á við hana hinum venjulegu kurteisismerkjum. Við höfðum krusað á miðunum meðal fiskiskipanna sólar- hringinn áður og ösluðum því fjörðinn frá norðri. Þegar Frakkarnir sáu þetta stóra gufuskip koma fyrir nesið og stefna inn fjörðinn hófu þeir ágiskanir um hver þessi ókunni gestur var, sem rask- aði þeirra venjulegu ró. Það berast ekki margar fréttir frá Evrópu til þessa fjarlæga fjarðar og þvi óvist um ástand- ið i heimalandi þeirra. Þeir vissu ekki hvort stríð hafði brotist út eða friður ríkti áfram heimafyrir, svo þeir bjuggu sig undir að taka á móti fjanda og voru viðbúnir orrustu. Þegar við nálguðumst og þeir sáu rauða tjúgufánann með kross- inum, slógu hjörtu þeirra létt- ara og kanónurnar voru súrr- aðar á ný. Við lágum hjá Frakk- anum til næsta dags, sem var sunnudagur, og þegar við höfðum fylkt liði til heiðurs for- ingjanum (athöfn sem Bourn- ville hefur lýst i ballett) og hlýtt guðsþjónustu var dampur aukinn og haldiö innfyrir Þing- eyri, á innrihöfnina þar sem verslunarstaðurinn er. Einn úr kadettmessanum teiknaði mynd frá staðnum, sem ég sendi til birtingar i „lllustreret T“. Hún sýnirvel suðurströnd Þessi mynd frá Dýrafiröi fylgdi greininni i lllu- streret Tidende fyrir rúmum 120 árum. Undir henni stóö: Skrúfukorv- ettan „Heimdal" á Dýra- firði á íslandi. ... sem draga af hafsbotniá 100 faðma dýpi, þau fágæti, sem seinna skreyta borð París- arbúanna og kítla bragðlauka þeirra. Víkingur 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.