Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 29
Utan úr hcimi
Örvæntingartilraunir
norskra
skipasmíðastöðva
Fredrikstad Mekanisk
Versksted reynir nú að ná
samningum um byggingu
tveggja meðal stórra tank-
skipa, er byggja á fyrir stuttar
siglingar frá norsku oliusvæð-
unum til Noregs (shuttle
tankers). Hyggjast þeir fá
skrokkana byggða i Kina, en
ætla svo að fullgera skipin i
Noregi. Margar Asiu-þjóðir
munu hafa undirboðið verk-
efnið.
HUAL (Höegh-Ugland
Auto Liners)
Bifreiðaflutningaskip Leifs
Höegh og Andres Ugland hafa
sl. 20 ár flutt yfir 1 milljón bila
frá Emden i Þýskalandi til
U.S.A.. í ár reikna þeir með að
flytja 282.000 bila þá leið, og á
árinu 1985 ca. 340.000 bif-
reiðir. Ef styttri leiðir eru með-
reiknaðar verða ca. 550.000
bifreiðir fluttar á árinu á vegum
HUAL.
Stærstu farþega- og
bifreiöaflutninga-
ferjur íheimi
Álendingar fá á næsta ári 3
stórar ferjur, er sigla eiga á
milli Stokkhólms og Helsing-
fors. Ferjurnareru hverum sig
útbúnar fyrir 2500 farþega i
klefum, 600 fólksþifreiðar og
stórar vörubifreiðar með
tengivagni. Stærðin er 36.400
brúttó tonn. Lengd 175 metrar
og breidd 29 metrar.
Gamlir siöir í heiðri
haföir
i grisku goðafræðinni, er
sagt frá þeim trúarsið, að ætið
skyldi leggja silfurmynt undir
tungu hins framliðna, svo
tryggt væri að hann ætti fyrir
ferjutollinum handa Karon
ferjumanni er flutti hina látnu
yfir fljótið Styx, frá Scylla yfir
til Carybides á strönd dánar-
heima. Ted Arrison, Bandar-
iskur útgerðarmaður
skemmtiferðaskipa, hefurfært
þennan forna sið yfir á skip
sin. Hann setti „Nicel" (5
cent) ásamt 10 aurum dönsk-
um, er hann fann á leiðinni til
skips, undir mastrið, eins og
oft var gert á dögum seglskip-
anna. Skip hans Holiday er í
smiðum i Álaborg, en Álaborg-
arar byggðu hans fyrsta skip
Tropicale. Holiday tekur 1800
farþega og er jómfrúarferð
áætluð i Maí 1985. Tvö álika
stór skip á Ted Arrison i smið-
um i Malmö (Kockums) og
eiga þau skip að afhendast á
árunum 1986 og 1987.
Gjöfull er
Norðursjórinn
Aukning Norðmanna á tekj-
um úr Norðursjónum: oliu og
gasi, hefur vaxið ört. 1. ágúst í
fyrra var framleiðslan jafnvirði
31.6 millj. tonneininga, en 1.
ágúst 1984 er verðmætið 35,6
millj. tonneiningar. Meðal-
vinnsla Statfjord A er 259.000
tunnur á sólarhring og Stat-
fjord B 218.000 tunnur. Risa-
stökk verður svo í framleiðsl-
unni, þegar risinn Statfjord C
hefur vinnslu, en hann er lang-
stærsturborpallanna.
Sigurbjörn
Guðmundsson
Ted Arrison og frú settu
smápeninga undir
mastrið á nýju skipi,
sem verið er að smiða
fyrirþau íÁlaborg.
Álendingarfá á
næsta ári þrjár stór-
ar ferjur, sem sigla
eiga á milli Stokk-
hólms og Helsing-
fors.
Víkingur 29