Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 37
snæviþöktu maiarpianinu. Lágvaxni Þjóöverjinn
kemur fyrstur út úr bílnum og slær út hendinni um
leiö og hann stígur yfir þröskuldinn og bendir fé-
lagsskapnum aö koma inn fyrir. Peter Klatt geng-
ur næstur honum og litast um i anddyrinu og þaö
viröist aö honum miklistþaö. Lágvaxinn Þjóöverj-
inn og fylgdarliö hans tók af sér frakkana nema
Peter Klatt, sem var yfirhafnarlaus. Lágvaxni
Þjóöverjinn gekk fyrstur upp stigann og benti
Peter Klatt aö fylgja sér. Ómur afmúsikinni barst
á móti þeim, þaö var rólegur vals, spilaöur á lægri
nótunum. Þaö erbúiö aö dempa Ijósin og þjónarn-
ir hafa sett sig i stellingar og eru komnir meö svip-
inn, eins og vel tamdir hestar á rásmarki standa
þeir hliö viö hliö og bíöa eftir merkinu. Lágvaxni
Þjóöverjinn gekk aö einum þeirra og sagöi aö sig
vantaöi borö fyrir hópinn og spuröi hvort ekki
mætti færa þau saman. Þjónninn brá viö og fór aö
raöa boröunum svo þaö varö langborö. Kommún-
istinn settist innst, næst hljómsveitarpallinum og
sneri baki í gluggatjöldin og lávaxni þjóöverjinn
settist gegnt honum og bauö dömunum. Hann
benti Peter Klatt aö setjast hjá sér og Lothar
Franz settist hinum megin. Sá einkennisklæddi
meö dömurnar var ystur ásamt Marselo Mula
Úrosa. Marselo Mula Úrosa var spánverji og
beiö eftir aö komast af landinu meö heppilegu
móti. Marselo Mula Úrosa startaöi dansinum
ásamt annarri dömunni sem var meö þeim ein-
kennisklædda. Þau dönsuöu yfir allt gólfiö og pils-
iö breiddist út og varö eins og regnhlíf. Lágvaxni
Þjóöverjinn leit til þeirra og glotti. Hann hallaöi sér
aö Peter Klatt og spuröi hvort hann væri ekki
ánægöur meö aö hafa ekki fariö til baka.
„Ég er ánægöur meö aö vera frjáls", sagöi
Peter Klatt. „Hvaö segiröu um Flokkinn", sagöi
kommúnistinn viö Peter Klatt. „Ég var i Freie
Deutsche Jugend", sagöi PeterKlatt, „og þaö var
eini möguleikinn til aö komast á togara". „Ég
bara fór“, sagöi Spánverjinn Marselo Mula Urosa.
Lágvaxni Þjóöverjinn rétti glasiö upp svo
þjónninn sæi aö þaö væri tómt og hann vildi meira.
Þjónninn kom meö bakka meö þremur flöskum og
blandaöi íglasiö hjá lágvaxna Þjóöverjanum, sem
benti honum aö hella líka í fyrir Peter Klatt.
Marselo Mula Úrosa baö um líkjör og sagöist ekki
drekka eins og noröurálfumenn. Sá einkennis-
klæddi brosti því hann skildi þá ekki og tók utan
um dömuna. Þau drukku hægt og voru ekki búin úr
glösunum.
„Skál fyrir Peter Klatt og frelsinu", sagöi lág-
vaxni Þjóöverjinn og lét klingja viö glös allra
hinna.
„Þaö erkaltá íslandi", sagöi Spánverjinn.
„Ég leita aö frelsinu", sagði Peter Klatt, „og ég
finn aö ég er frjáls. “
Þaö fór aö fjölga ört í húsinu og hljómsveitin lék
án þess aö gera hlé. Sá einkennisklæddi varbros-
mildur og þaö fór ekki á milli mála aö hann kunni
vel viö sig. Hvítklædda söngkonan meö björtu
augun dillaöi sér á miöju sviöinu og fór aö syngja
skærri röddu: „Segöu ekki nei, segöu kannske,
kannske, kannske".
IV.
Þaö haföi snjóaö á meöan þau dönsuöu en síö-
an haföi birt til. Peter Klatt, matsveinn á togaran-
um Erfurt frá Rostock, kunni ekki á eltingaleikinn
og kapphlaupiö um leigubílana sem hófst eftir aö
veitingahúsiö lokaöi. Síöustu gestirnir voru strjálir
á götunni og sæist bíll meö Ijósmerki I framrúöu
nálgast tóku þeir árásog þegar sá fyrsti nálgaöist
bílinn hægöi hann feröina og Ijósiö I glugganum
slokknaöi um leiö og hann stöövaöist. Seinast var
Peter Klatt oröinn einn meö snjóinn umhverfis sig
og umferöin var horfin smátt og smátt. Hann var
áttavilltur og þaö var hált í hjólförunum sem hann
þræddi svo skóna fyllti ekki, og þegar hann varö
var viö bílinn koma á eftir sér steig hann varlega út
fyrir. Hann fylltist vellíöan þegar bíllinn stoppaöi
og hann sá aö þaö var Kommúnistinn sem opnaöi
og bauö honum inn. Bilstjórinn ók hægt niöur göt-
una eins og hann biöi eftir þvi aö fá ný fyrirmæli
um aksturinn og farþegarnir töluöu saman á
óskiljanlegu máli. „Á Hjálpræöisherinn", sagöi
Kommúnistinn, „hann segist ætla á hóteliö þar
sem hann býr". Peter Klatt varö litiö úr um bilrúö-
una og yfir svefnuga borgina og sá snæviþakta
fjallstoppana sem gnæföu yfir hana, þar sem
frelsiö átti heima.
Hvítklædda
söngkonanmeö
björtu augun dillaöi
sérá miöju sviöinu
og fóraösyngja
skærri röddu:
„Segöu ekki nei,
segöu kannske,
kannske, kannske
Víkingur 37