Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 43
á stærð við hús sló öll hraðamet. En þegar maður skoðar teikningar af skipinu fer mesti glansinn af þessu, þvi aö skipið likist meira kolaflutningaskipi en farþegaskipi. Gufuvélar, gufu- katlar og kolageymslur tóku nær allt rýmið neðanþilja. Ofanþilja voru farþegaklefar ásamt yfirbyggingu. Farþegar hafa litið orðið varir við hvað farm fór neðan- þilja. Þvi mátti helst líkja við kolanámu. Þar störfuðu 230 menn á vöktum allan sólar- hringinn. Fylgjast varð grannt með gufuvélunum og þess gætt að alltaf logaði glatt undir kötlunum. Á hverjum degi mokuðu kyndararnir 380 tonnum af kolum úr kola- geymslunum í eldinn undir kötlunum. Til samanburðar: Nútima- vélskip með 40.000 hestafla vél, þ.e. fimm sinnum aflmeiri, eyðir nú um 120 tonnum af eldsneyti á sólarhring. Ef við herum saman svonefnt nýt- ingarhlutfall vélanna, kemur enn betur i Ijós hve nútima- disilvélar nýta eldsneyti ólikt betur. Nýtingarhlutfall vélanna i Great Eastern var aðeins 3%. Það þýðir að aðeins þrjú prósent af orkunni i eldsneyt- inu nýttist til að knýja skipið áfram. 97% orkunnar tapaðist sem hiti. í nýjustu disilvélum er nýt- ingin orðin rúm 50% sem er að sjálfsögðu algert heimsmet. Sparneytnustu bilar nýta aðeins um 30% orkunnar úr eldsneytinu. En þaö sem ræður úrslitum um hátt nýtingarhlutfall dísil- véla i skipum er hluti skipsins sem ekki er beint hluti af vél- inni: skipsskrúfan. Það kom nefnilega i Ijós að nýtingin er þeim mun betri sem skrúfan er stærri og hæggengari. Hins vegar er orkutapið geysimikið Það er ekki svo langt síðan öll stór skip voru knúin hverflum en minni skipin dísilvélum. En nú er farið að hafa disilvélar í risastórum olíu- og flutningaskipum. Svipar þessum stóru vélum eitthvaö til þeirra dísilvéla sem nú eru orðnar algengar í bílum?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.