Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 51
Fljótlega eftir aö danski full- trúinn á fundinum, Finn Fuldby-Olsen kom heim til sin úr íslandsferðinni, sendi hann islenska velferðarráðinu bréf, þar sem hann býður islensk- um skipum, hvar sem þau eru stödd, fullan aðgang að mynd- þandaþjónustu danska vel- ferðarráðsins. Útgerðarfélag skipsins þarf að undirrita til- kynningu um að þjónustunnar sé óskað, vegna þess að eig- endur myndbandanna vilja hafa slíka bindandi staðfest- ingu. Þá er hægt að fá bandið sent, annað hvort til útgerðar- innar á íslandi eða um borð i skipið í erlendri höfn. Venjan er sú að áhöfnin borgar sjálf fyrir þessa þjónustu og það mun vera undantekning ef leiganfelluráútgerðina. Einhver tregða mun þó vera á að islensk skipafélög vilji notfæra sér þessa þjónustu, sem svo vel er boðin, og mun ekkert þeirra hafa undirritað beiðni um að hún verði veitt. Á meöan geta íslenskir sjómenn ekki notið hennar. Þeir smáu þröskuldar, hvort eru tollamál eða önnur, sem standa i vegi fyrir þvi að is- lenskir sjómenn geti notið þæginda á borð við stafs- bræður sina meðal annarra þjóða, er mönnunum sem þeim ráða til lítils sóma. Þess verður að vænta að þeir taki á sig rögg fyrr en siðar og leysi hnútana. Verkfallið olli sjómönnum óþægindum Verkfall BSRB hafði talsverð áhrif á daglegt lif sjó- mannastéttarinnar. Fjöld far- manna mátti sitja um borð i skipum sinum á ytri höfninni i Reykjavik, dögum eða jafnvel vikum saman, fiskimenn á hafi úti gátu ekki haft eðlilegt tal- stöðvasamband við fólkið sitt í landi og þess voru dæmi að stórir togarar stöðvuðust vegna verkfalls hafnsögu- manna. Farmanna- og fiskimanna- samband islands gerði það sem i þess valdi stóð, bæði með formlegum umsóknum og viðræöum við þá sem málun- um stjórnuðu, til þess að greiða úr þessum málum, svo að sjómenn gætu haft eölileg samskipti við fjölskyldur sinar. Hvað við kom farskipunum, tókst aö fá sum þeirra uppað, enþvi miðurekkiöll. Öðru máli gegndi um síma- þjónustuna, þar varð engu um þokað og aðeins neyðar- þjónusta fáanleg, þrátt fyrir að enginn gat komið auga á hvernig það gat þjónað mál- stað verkfallsmanna að meina sjómönnum samtöl viö fólkiö sitt i landi. Blaðið leitaði álits forseta FFSÍ, Guðjóns A. Kristjáns- sonar, á þessum málum. Fyrstu um farskipin: „Hvorki BSRB né skipafélögin töldu sér hag í að halda mönnunum úti á ytri höfn meðan á verk- fallinu stóð, en vandinn var að fá tryggingu fyrir að ekki yrði reynt að losa skipin ef þau kæmu uppað“. — Hvað finnst þér um þá tregðu sem þar kom fram, til að liðka fyrir þeim málum? „Fyrir okkar menn verður það að teljast algjörlega óvið- unandi, þar sem það getur hvorki orðið kjarabaráttu BSRB né skipafélögunum til góðs að skipin liggi úti, í stað þess að vera i öruggu lægi i höfn“. Um talstöðvasambandið sagöi Guðjón: „Nær allir full- trúar i verkfallsnefnd BSRB, ásamt forystumönnum í bandalaginu, töldu tvimæla- laust að það þjónaði ekki mál- stað verkfallsmanna að meina sjómönnum eðlileg talstöðva- samskipti við fjölskyldur sinar. Við teljum einangrun sjó- manna svo mikla að jafnaði að ekki sé undir neinum kringum- stæðum forsvaranlegt að meina þeim jafn sjálfsögð mannréttindi og þau að hafa málfrelsi við fjölskyldu sina. Við verðum að vona að kjarabarátta manna i landi verði ekki til þess oftar að jafn sjálfsagður liður i hversdags- lifi manna, sem það er að hafa samband við fjölskyldu sína, verði rofinn," sagði Guðjón að lokum. Kaupskipafloti lands- manna safnaðist saman á ytri höfninni í Reykja- vik í verkfallinu. Ööru máli gegndi um símaþjónustuna, þar varð engu um þokað, þrátt fyrir að enginn gat komiö auga á hvernig það gat þjónað málstað verkfallsmanna og meina sjómönnum samtöl við fólk sitt í landi. Víkingur 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.