Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Page 63
verður eins og aðrir innflytj- endur hingað til lands að skipta um nafn. Hinn nýi hús- bóndi ákveður að skirt skuli í höfuðið á sér. Hæringur skal það heita. Ódaunn og aldursmörk Hæringur er ekki lengur á fermingaraldri, en samkvæmt islenskum reglum má ekki flytja inn til landsins eldri skip en 12 ára gömul. Húsbændur hans fá undanþágu, en þegar þessi mál eru rædd á Alþingi, siðla árs 1948, gagnrýnir Áki Jakobsson verksmiðju- og skipakaupin harðlega og telur þau hæpin i meira lagi. Þvi til staðfestingar bendir hann á að skipaskoðunarstjóri heimili aðeins að skipið athafni sig á höfnum inni. Þetta skiptir þó e.t.v. ekki höfuðmáli, skipið verður hvort sem er að vera við land. Vinnslan krefst þess að nægur aðgangur sé að fersku vatni og auk þess þolir löndunarfæribandið ekki að tekið sé við afla úti á rúmsjó. Það er greinilega útilokað að láta Hæring fylgja síldveiðiflot- anum og a.m.k. fyrst um sinn erætlunin að láta skipið liggja í innri höfninni i Reykjavik. Flestir eru ánægðir með röskleika bæjarstjórnarinnar í atvinnumálunum. Dagblaðið Visir sér þó á þvi nokkra ann- marka að hafa tvær sildar- verksmiðjur rétt við miðbæ Reykjavíkur, nær sé að hafa verksmiöjurnar i Gufunesi en Við Ægisgarð og Örfirisey. (Visir 19.5. ’48). Fleiri blöð taka undir þessa gagnrýni, en Morgunblaðiö snýst öndvert og segir ekkert að marka ólyktina sem berst frá verk- smiðjunni á Kletti, hún stafi af gömlu hráefni sem legið hafi lengi vegna þess að dregist hafi að gangsetja verksmiðj- una. Lyktin þaðan sé þvi „bráðabirgöalykt, sem vænta megiaðdofniverulega". Hinar nýju verksmiðjur verði auk þess búnar fullkomnustu tækjum sem eyði lykt að mestu leyti, að sögn sérfræð- inga. Þá segir Morgunblaðiö einnig að Reykvíkingar séu hreint ekkert of fínir fyrir síld- arlyktina, frekar en almenn- ingur á Djúpuvik, Hjalteyri og víðar. (Mbl. 11.6. ’48). Vísir gagnrýnir einnig hvað bærinn sé orðinn mikill þátt- takandi i atvinnurekstrinum og segir það þvert á stefnu Sjálf- stæðisflokksins, svo virðist sem hann sé að guggna á andstööu sinni við opinberan rekstur. Þessu visar Morgun- blaðiðeinnigábug. Tákn Marsjallhjálpar Úrtölumenn eiga ekki uppá pallborðið þegar allt er vað- andi i sild og um miðjan októ- Hæringur er ekki meðal þess sem þjóðin er hreykin af, enda er erfitt að finna góðar myndir af honum. Flestir voru ánægöir meö röskieika bæjarstjórnarinnar í atvinnumálunum. Dagblaðið Vísirsér þó á því nokkra annmarka aö hafa tævr síidarverk- smiöjurréttviö miöbæ Reykjavíkur. Víkingur 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.