Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 65
Ævintýri . . .
Spegillinn kunni ráð
gegn lyktinni frá Hær-
ingi. Myndin sýnir lík-
lega Jóhann Hafstein út-
býta klemmum til veg-
farenda.
Árnason ritar grein i Þjóðvilj-
ann af þessu tilefni og álítur
allt tal um að fjarlægja Hæring
jafnfráleitt og að fjarlægja Esj-
una. Það sé ekki nema sjálf-
sögð kurteisi úr því sem komið
er að hafa hann með á landa-
kortum, eða a.m.k. aö geta
hans vinsamlega i landafræði-
bókum íslenskra skólabarna.
... því að eins og bent hefur
verið á gerði Hæringur sitt
gagn i sjávarútvegsmálum
með þvi að vera legufæri
fyrir trillur, — auk þess sem
gárungarnir sögðu að afla-
sæl hrognkelsamiö væru að
myndast í þanginu á þotni
hans. Gárungarnir sögðu
líka, að næsta sumar mætti
búast við æðarvarpi i hon-
um, — en það heyrir auðvit-
að undir landbúnaðarmál.
(Þjv. 7.1.
Hæringur minnir á sig
Honum Hæringi er greinilega
farið að leiðast þófið, rifur sig
lausan frá bryggju i árslok
1953 og heldur út á höfnina
með nokkur skip á uridan sér.
Betur fer þó en á hortist, akk-
erisfestar skipsins hindra að
honum takist að strjúka langt,
en óhappið verður til þess að
forsvarsmenn hafnarinnar
krefjast brottflutnings skips-
ins, þar sem það bæði skemmi
hafnargarðinn og sé hættulegt
öörum skipum. Eigendur Hær-
ings og yfirvöld ríkis og bæjar
eru andvig þvi, en hafnarstjóri
hefur sitt fram. Ákveðið er að
draga skipið i strand inni i
Grafarvogi og fylla þar tanka
þess af vatni, frekar en að láta
það liggja á ytri höfninni.
Tryggingafélag Hærings vill
ekki bera ábyrgð á honum inni
i Grafarvogi og því neyðast
húsbændur til að ákveða hvað
verða eigi um hann. Skipinu
þarf að koma i verð og það
sem fyrst, þrátt fyrir að Ijóst sé
að ekki fáist fyrir það nema lit-
ill hluti þeirra peninga sem i
það hefurverið lagt. Kaupandi
finnst loks, Gangstövik Sildol-
iefabrik í Álasundi i Noregi.
Hann greiðir 4,5 milljónir fyrir
skipið, en heildarkostnaður
við það á þáverandi gengi er
talinn vera um 18 milljónir
króna.
Ekki er annað vitað en för
Hærings til Noregs hafi gengið
áfallalaust í lok ársins 1954.
Hvaö beið hans þar er fátt vit-
að um. Þó má geta þess aö
sumir heimildarmanna
minna telja að Hæringur hafi á
endanum komist i Miðjarðar-
haf, eftir að síldin hvarf líka frá
Noregsströndum; hann hafi
sem sé á endanum komist
þangað sem hann ætlaði sér á
árinu 1947, en brunnið eftir að
þangað varkomið.
Honum Hæringi er
greinilega fariö aö
leiöast þófiö, rífur
sig lausan frá
bryggju íárslok
1953 og heldur útá
höfnina meö nokkur
skip á undan sér.
Víkingur 65