Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 13
Eg er bara
minnsta kosti ekki búin aö
fatta þaö ennþá...“
— Varstu sjóveik?
„Nei, aldrei — þvi miður,
liggur mér viö aö segja. Nu
losna ég sjálfsagt aldrei viö
þessa bakteriu."
Enginn tími fyrir stæla
og fíflalæti
— Gekk vei?
„Já, viö fiskuðum ágætlega
en þetta var lika mikiö puö.
Skipiö var undirmannað, eins
og ég sagöi, og vélin auk
þess i heldur aumlegu ásig-
komulagi. Þaö þurfti sifellt aö
vera aö tjasla eitthvaö upp á
hana, svo ég öðlaðist þarna
mikla reynslu strax. Nú er
hins vegar búiö aö gera Ösk-
ar upp — þaö kviknaði i hon-
um i fyrra, meðan BSRB verk-
fallið stóö yfir — þess vegna
fóru litlar fréttir af þvi. Eftir
þaö var hann tekinn i gegn.
En ég taldi vinnuna ekki eftir
mér; raunar var ég frá upphafi
ákveöin i aö fara á fiskiskip
fremur en eitthvað annað þar
sem ef til vill heföi veriö ró-
legra. Þegar maöur er óreynd
stelpa held ég að mikil vinna
sé bara holl; þannig gefst
enginn timi fyrir einhverja
stæla eöa fiflalæti sem ann-
ars gætu skotið upp kollinum
— þó áreiðanlega ekki á Ósk-
ari! Nú, svo fundust mér veiö-
arnarbarasþennandi...“
— Hvaö tók svo viö eftir
sumariö?
„Þá settist ég i Háskólann
aö læra verkfræöi og er nú á
þriöja ári. Ég hef ekki komist
aö ráöi á sjóinn aftur; sumarið
’84 var ég vió Búrfell i svo-
nefndum túrbínuf lokki aö
taka upp eina vélina, og siö-
astliöiö sumar hugðist ég
taka þaö rólega. Ég haföi þá
ekki tekið mér einn einasta
sumarfrisdag siöan ég settist
i Vélskólann ’79 og siðasta
sumar fór ég á flakk um Vest-
firöi — fyrst og fremst til þess
aö hitta félaga mina úr skól-
anum, sem eru þarna i hverj-
um firði, og líka meistarann
minn i vélvirkjun, Þór Sæ-
valdsson, yfirvélstjóra á
Guðbjörgu. Ég haföi sömu-
leiðis bak viö eyrað að leysa
af sem vélstjóri ef tækifæri
byðist og skrapþ einn rækju-
túr meó Hugrúnu frá Bolung-
arvík og fékk svo pláss sem
vaktavélstjóri i Hraöfrysti-
húsinu á Patreksfirði. Ég
hafði aldrei áöur unniö i fyrsti-
húsi svo þaö var mér töluverð
lifsreynsla. Núna er ég alveg
ákveðin i þvi aö fara á sjóinn
næsta sumar, ef ég fæ pláss,
og helst frá Vestfjörðum. Ég
tók mjög greinilega eftir því
siöastliöiö sumar aö Vestfirö-
ingar höföu enga fordóma i
garö stelpu sem vélstjóra, aö
minnsta kosti ekki ef borið er
saman viö Reykvikinga.”
Ég hef voöalega gam-
anafaðvita hvernig
vélarstarfa
— Hvers vegna helduröu aö
þaösé?
„Ja, ég veit þaö varla. Sjó-
mennska er náttúrulega
miklu almennari á Vestfjörö-
um en hér fyrir sunnan, þar
eru allir tengdir sjónum á einn
eöa annan hátt og viðhorfið er
einhvern veginn ööruvisi. Þaö
hjálpaði mér aö sjálfsögóu að
ég var búin aö reyna mig,
haföi verið á Óskari. Óskar
Halldórsson er gamalt og
þekkt skip — þetta er sjálfur
islandsbersi i sögu Halldórs
Laxness..."
— En segöu mér nú frá
verkfræöináminu. Hvers vegna
fórstu út íþaö nám?
„Fyrst og fremst vegna
þess aö ég þóttist vita að þaó
væri skemmtilegt, en rétt eins
og með sjómennskuna
reyndist þaö vera ívið
skemmtilegra en ég bjóst við.
Ég hef voðalega gaman af þvi
að vita hvernig vélar starfa og
það hafði lika sitt aö segja aö
þaö er mikil framtið á þessu
sviði. Ég er i vélaverkfræöi
sem er kannski svolitið vill-
andi nafn; þetta er eiginlega
iðnaðarverkfræði og lýtur aö
stjórnun, rekstri og fram-
leiöslu i iðnaði; hvernig á aö
nýta tæknina til iðnaðar. Ann-
ars er vélaverkfræöin mjög
breitt sviö og gefur mikla
möguleika; það var ekki sist
þess vegna sem ég valdi
Þegar maður er
óreynd stelpa held
ég aö mikil vinna
sé bara holl.
Rannveig í hópi félag-
anna sem luku sveins-
prófinu um leið og hún,
ásamt meistara þeirra.
Nú er ég alveg
ákveöin íaö fara á
sjóinn næsta
sumar, efég fæ
pláss, og helst frá
Vestfjöröum.
VÍKINGUR 13