Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Page 34
Og sjómenn þögðu Þorvaldur Axelsson er erindreki S.V.F.Í. og annast þar fræöslu um öryggi sjómanna. Hann er óþreytandi baráttu- maöur og lætur ekkert tækifæri ónotaö til aö vekja menn til umhugsun- ar og meðvitundar um þýöingu sjó- slysavarna. Ræöa hans á þingi FFSÍ bar áhuga hans ótvírætt vitni og leiöir auk þess margt í Ijós, sem mönnum er holt aó velta fyrir sér. Þess vegna er hún birt hér í heild. 34 VÍKINGUR Þorvaldur Axelsson erindreki Slysavarnafélags íslands beitir sér af alefli fyrir auknu öryggi sjómanna. Svo er sagt í fornum sögum aö allar feröir hefjíst meö einu skrefi. Flestum þessum ferö- um var ætlaö aö blessast og veröa árangursrikar, tak- markið oft rétt handan viö hafsbrún. Ekki þurfti aö óttast aö ferðin sæktist ekki vel ef margir væru um aö leggjast ótrauðir á árar. Aðeins þyrfti aö marka stefnuna og þá var takmarkið rétt handan seil- ingar. Svo mun eldhuginn séra Oddur V. Gislason hafa ætlað er hann hóf baráttu sína fyrir bættu og auknu öryggi sjómanna fyrir nær heilli öld. En barátta hans varö löng og ströng, og lauk svo aö þessi forvigismaóur hvarf úr landi. Siöan þetta gerðist hafa mætir menn og konur unniö langan vinnudag og mörg félög verið stofnuö meö þaö á stefnuskrá sinni aö efla öryggisfræöslu svo fleiri sjómönnum auðnaðist aö ná landi. Árangurinn varð lika mikill á stundum. Margir lögöu viö eyrun, læröu af reynslu sinni og annarra og uröu þannig farsælir stjórn- endur og komu sér og sinum i höfn. Aörir kunnu vel aö meta slik stjórntök og sóttust eftir skiprúmi þar. Þó kom þaö alltof oft fyrir aö ófyrirsjáan- leg atvik, náttúruhamfarir og striösástand uröu þess vald- andi aö mannskaöar uröu. Þeir voru lika til, sem allt kunnu og gátu af eigin ramm- leik ... þaö hefur þvi miöur teygst úr túrnum hjá mörgum þeirra. Skyldum viö sjómenn al- mennt hafa kunnaö aö meta velgjörðarmenn okkar, þakk- aö þeim og fetaö í fótspor þeirra, sem giftudrýgstir uröu? Þaö var eftir þræl- dómsok, þvi likt aö þaö reiö mörgum aö fullu, en samt ekki fyrr en eftir haröa baráttu mætra manna aö vökulög voru sett skömmu eftir 1920. Þá þóttu þau mikil nýlunda þvi almenningur var ekki góöu vanur. „Þaö er alltaf sami lúxusinn hjá þessum tog- aramönnum." Þaö þótti þó ekki meiri lúxus en svo, aö Al- þingi íslendinga þótti nauð- syn i lok siðari heimsstyrjald- ar aö setja lög um að á togur- um landsmanna skyldi frivakt og vakt vera jafnlöng, 6 og 6. Er ágreiningur reis í afla- hrotu, um hvort ekki bæri heldur aö drepa fisk meðan til næöist heldur en kasta mæö- inni, staöfesti Hæstiréttur enn þann úrskurö að meö lögum skyldi land byggja og sjómenn fá nauðsynlega hvíld. Og sagan hélt áfram. Um 1970 voru sett lög um al- menn hvildarákvæöi fyrir húsdýr höfðu komið nokkru áöur. Nú brá svo viö aö þvi var hnýtt aftani ákvæöin um fólk- iö aö þetta ætti ekki viö um sjómenn. Og sjómenn þögöu. Og þeir þegja enn flestir, enda hamast íslenskir sjó- menn áriö 1985 — rúmum 60 árum siðar en fyrstu vökulög- in voru sett — viö að semja um 12 stunda lágmarks- vinnutíma — EKKERT HÁ- MARK. Enginn hámarksvið- verutimi eöa skráningartimi á skipum án fria. Starfsæfin skal helst vera a.m.k. tvöföld, miðað viö þaö sem tiðkaðist hjá öörum þjóö- um. Hvað kemur þetta öryggis- málum viö?, eru sumir ykkar kannski farnir aö tauta: — Hvert er maöurinn að fara? Ég er aö koma aö þvi: Þaö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.