Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 77
a á Islandmiðum 1985
1. mynd. Rannsóknasvæðið og skipting þess í svæði og reiti. Magn-
einkunn þorsks og fjöldi stööva í hverjum reit er sýnt.
500 metra dýpi og aö miðlinu
milli islands og Færeyja (1.
mynd). Rannsóknasvæðinu
er skipt i 2 svæði. Annarsveg-
ar er norðursvæði, sem er
kaldari hluti íslandsmiða og
jafnframt uppeldisslóð
þorsks. Hinsvegar er suður-
svæði, sem er hlýrri hluti ís-
landsmiða og jafnframt
hrygningarsvæði þorsks.
Togstöövunum 600 er
skipt á þessi svæöi með
hliðsjón af stærð þorsk-
stofnsins á hvoru svæði svo
og stærð hvors svæöis.
Þannig eru 425 stöðvar á
norðursvæði og 175 á suður-
svæði.
Báðum svæðum er skipt
niður i reiti (Tilkynningar-
skyldureiti), sem hverjum er
úthlutað tilteknum fjölda
stöðva. Fjöldi stöðva i reit
ræðst af áætluðu þorskmagni
i honum og stærð hans.
Þorskmagn i hverjum reit var
metið með þrennum hætti:
Skipstjórar rannsóknatogar-
anna gáfu hverjum reit magn-
einkunn með hliðsjón af
reynslu sinni af fiskgengd. í
öðru lagi var stuðst við afla-
skýrslur togara. Loks var höfð
hliðsjón af niðurstöðum fyrri
stofnmælinga. Niðurstöður
þessa mats eru sýndar á 1.
mynd sem magneinkunn á
bilinu 1 —6 á norðursvæði og
1 —4 á suðursvæði. Fjöldi
stöðva á hverjum reit er einn-
ig sýndurá myndinni.
Á þessu stigi var stöðvum i
hverjum reit skipt jafnt á milli
skipstjórnarmanna og fiski-
fræðinga. Þeir fyrrnefndu
voru beðnir að staösetja sin-
ar stöðvar með hliðsjón af
reynslu sinni af fiskveiöum á
þeim slóðum þar sem þeir
þekktu best til. Til þess að
auðvelda þessa vinnu skipaði
Farmanna- og fiskimanna-
samband islands 4 nefndir,
sina í hverjum landsfjórðungi.
í nefndunum sátu, auk skip-
stjóra rannsóknatogaranna,
ýmsir skipstjórnarmenn með
víðtæka reynslu af fiskveið-
um á viðkomandi miðum.
Fiskifræðingar staðsettu sinn
hluta stöðvanna með tilvilj-
anakenndum hætti. Stað-
setning stöðva á öllu rann-
sóknasvæðinu er loks sýnd á
2. mynd. Eins og sjá má er hér
um talsvert víðtæka gagna-
söfnun að ræða.
Viö gagnasöfnun er notuð
botnvarpa af mars gerð.
Varpan var stöðluð i samráði
viö skipstjóra rannsóknatog-
aranna. Hlerareru af Poly-lce
gerð, nr. 7,1750 kg að þyngd.
Grandarar eru 35 faðmar að
lengd, en neðan við 100 fm
dýpi er bætt við 10 fm keöju.
Höfuðlina er 105 fet. Fótreipi
er 180 fet, og vegur 4200 kg,
en 1900 kg í sjó. Möskva-
stærð þessarar vörpu er eöli-
Guðni
Þorsteinsson
fiskifræðingur.
SigfúsA.
Schopka
fiskifræðingur.
2. mynd. Staðsetning
togstööva á öllu rann-
sóknasvæðinu, alls 600
stöðvar.
VIKINGUR 77