Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 9
Víðtal skipanna á fjarlægum miöum. Þá áttum viö mikinn fjölda skipa, togara og linubáta, sem veiddu m.a. viö island, i Norðursjónum og vióar. En uppúr því hófst þróun land- helgismála ykkar og annarra þjóöa, sem haföi i för meö sér aö viö urðum aö gjörbreyta okkar fiskveiöum. Núna veiöa Færeyingar liklega um þaö bil 40% af afla sinum á fjar- lægum miöum, en um 60% á heimaslóð. Fyrir fimmtán árum áttum viö ekki einn einasta togara á veiöum við Færeyjar, nema þá kannski rétt einn og einn túr og þá landað i breskum höfnum. Fyrsti togarinn sem viö eign- uöumst til að landa ferskum fiski hér heima reglulega kom 1972, en núna eigum viö um 70 slika. Þaö er ekki svo langt siöan hér bárust um 30 þúsund tonn af ferskum fiski á land á ári, en nú eru þaö nær því að vera 130 þúsund tonn. Þannig hefur orðið geysileg aukning á síöasta áratug. Áður var aflinn viö eyjarnar nær eingöngu þorskur og ýsa, en eftir þvi sem flotinn stækkaöi uröu menn aö hefja veiðar á fleiri fisktegundum, einkum ufsa. Áriö 1976 veiddum viö um 2.500 tonn af ufsa hér viö Færeyjar, en i fyrra var ufsaaflinn kominn upp i 50.000 tonn. Þaö er tuttuguföldun á tiu árum, sem er gjörbylting. Vandinn viö ufsann er aö hann er verðlitill, en kostnaðurinn viö hann er sá sami og viö þorsk og ýsu. Þaö hefur oröið til þess aö opinber styrkur hefur þurft aö koma til, til aö standa undir I vinnslukostnaöi". 3. — Hafiö þiö komiö ykkur upp sérstöku sjóöakerfi i sjávarútvegi meö þviaö leggja til hliöar af verömeiri fiski- tegundum til aö standa undir þeim ódýrari, eöa kemur styrk- urinn beint úr ríkissjóöi? ,,Þaö kemur allt úr sam- eiginlegum sjóði, sjóöi sem kennarar, prestar, lögfræö- ingar og hverjir sem eru aðrir borga i eins og sjómenn, þaö er aö segja rikissjóði. Þar er munurinn á okkur og ís- lendingum og ein helsta skýringin á mismun á fisk- veröinu. Á Islandi veröa menn aö borga af fiskverðinu i alls konar sjóöi og þá verður auövitaö minna eftir. Viö höfum alls enga slika sjóði og þess vegna kemur allt fisk- veröiö til skipta. Við fáum Óli Jacobsen er ungur maöur, en alvörugefinn. Dóttirin á þó auðvelt meö að laða fram bros hans. VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.