Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 12
Enginn... Skipakostur Færeyinga er fjölbreytilegur, enda sækja þeir mjög mis- munandi langt. 12 VIKINGUR vinnslustöövarnar fái á hverjum tíma fyrir nauösyn- legum útgjöldum, en auövitað fer það eftir hversu vel þær eru reknar, hvernig útkoman verður. En þetta er ekki öll sagan. Við höfum hér ferskfisksjóð, sem hefur tvö hlutverk. Annað er að ákveða verðið sem kaupendur eiga að borga fyrir hráefnið. En það er ekki verðið sem seljendur fá. Það er annað verð, sem er ákveðið fyrir fjóra mánuði i senn, og það getur verið hvort sem er hærra eöa lægra en verðið sem kaupendur borga. Kaupendur borga þetta ákveðna verð, en sé það hærra en það, sem seljendur eiga að fá, rennur mismunur- inn inn i sjóðinn, en sé það lægra borgar sjóðurinn það sem á vantar“. 5. — Hversu stór hluti færeysku þjóöarinnar er fiskimenn? „Á færeyska fiskiskipa- flotanum eru um það bil 2000 stööur. En við gerum ráð fyrir að það sé að minnsta kosti 1 y2 fiskimaður um hverja stöðu, því að skipin eru i stöðugri útgerð allt árið en mennirnir taka sér fri öðru hverju, eins og er hjá ykkur. Þannig má segja að fiski- mennimir séu um 3000. En svo er auðvitað miklu fleira fólk sem vinnur að sjávar- útvegi og fiskvinnslu, sem ekki ersjómenn“. — Hér vítt um eyjarnar er mikill fjöldi smáþorpa viö voga og víkur, en viö mörg þeirra er engar hafnir aö sjá, viö sum jafnvel tæplega hægt aö segja aö sé lending fyrir trillur. Á hverju lifir fólkiö sem býr í þessum þorpum?" „Mikill hluti yngri mannanna er á sjó, á togurunum og stærri bát- unum, en þeir eldri og konurnar vinna i næsta frysti- húsi. Samgöngurnar á milli þorpanna eru ekkert vanda- mál, þvi að vegirnir eru góðir og aðeins örsjaldan teppast þeir vegna snjóa á veturna, og flestir eiga bil, svo það er auðvelt að sækja vinnu milli þorpanna". — Gestum sýnist aö Fær- eyingar hafi mjög góöa afkomu. Erþaö réttmat? „Já, þvi er ekki að leyna að tekjurnar eru talsvert miklar, en útgjöldin eru lika mikil. Skattarnir eru háir og þeir sem byggja hús borga háa vexti og miklar afborganir, þvi það er dýrt að byggja hér, og fleira mætti tina til. En það verður að viðurkenna að hér er enginn áberandi peninga- skortur. Tekjur sjómanna hafa verið góðar undanfarin ár, þvi að aflinn við eyjarnar hefur verið góður". 6. — Er nógur fiskur í hafinu umhverfis Færeyjar? „Allir eru sammála um að fiskistofnarnir séu að minnsta kosti fullnýttir og að ekki sé ráðlegt að fjölga skipum á þeim miöum. Samt sem áður fjölgar skipunum stöðugt. Og það er staðreynd að veiðin hefur allt fram að þessu ári verið að aukast, bæði i heildina og líka á hvert skip. Árið 1983 var mjög gott aflaár hér, þvert ofan i allar spár, og menn voru að gera þvi skóna að týndu árgang- arnir af islandsmiðum hefðu komið hingað. Það voru auðvitað getgátur, sem aldrei fengust neinar sönnur á. Árið 1984 var lika mjög gott aflaár, einkum veiddist gifurlega mikið af ufsa. Reyndar er ekki mikið upp úr ufsanum að hafa, en hann skapaði að minnsta kosti fjörugt atvinnu- lif. En nú i ár er aflinn miklu lakari, fyrstu fjórir til fimm

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar: 1.-2. Tölublað (01.02.1986)
https://timarit.is/issue/290011

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1.-2. Tölublað (01.02.1986)

Handlinger: