Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 13
Viötal mánuöirnir voru mjög lélegir, en um þessar mundir er þaö skárra. (Við minnum á að viö- talið var tekiö á miöju sumri 1985, en seinni hluta þess árs rættist nokkuð vel úr í aflabrögöum Færeyinga. S.V.). „Fiskifræöingarnir telja aö veiöin sé meiri en fiski- stofnarnir þola og fyrr eða siðar veröi hrun. En þaö er ósannað og sumir fiskimenn trúa þessu og aörirekki1'. 7. — Hver er afstaöa Lands- stjórnarinnar íþessu máli? „Vissulega hefur Lands- stjórnin skoðun á þessu. En þaö má segja sem svo að breytingar á fiskveiðum viö Færeyjar uröu svo skyndilega aö i raun hefur ekki verið mörkuö nein fiskveiöistefna hér. Hér var reynt að stööva innflutning á fiskiskipum, en menn fóru i kringum þaö meö þvi aö kaupa rækjuveiöiskip og fara á þeim á almennt fiskiri hér viö eyjarnar. Og þar að auki var leyft aö smíöa skip i færeyskum skipa- smiöastöðvum, og hér er verið aö smiöa mjög stór fiskiskip og mjög dýr, sem ýmsir eru vantrúaöir á aö geti borgað sig. Þaö hafa verið settar reglu- geröir um veiðisvæði, möskvastærð og fleira, en þær eru ekki markvissar og i raun geta menn fiskaö eins mikið og þeir vilja. Ýmsir halda þvi fram að viö höfum byggt upp falskt atvinnulif á fiskveiöunum, þar sem viö höfum tekið svo mikinn afla úr hafinu umhverfis eyjarnar á undanförnum árum, aö þaö geti alls ekki haldiö áfram. Aö minnsta kosti held ég aö óhætt sé aö fullyrða aö viö ýtum vandanum á undan okkur“. 8. — Stööugt berast fréttir af nýjum fiskiskipum sem eru aö bætast í flota ykkar. Hvernig getur þaö gengiö, þegar fiski- stofnarnir eru þegar fullnýttir? „Bæöi má finna rök meö og móti þeirri áætlun um smiði fiskiskipa, sem nú er farið eftir, en hún byggist fyrst og fremst á nýjum möguleikum í fiskveiðum. Eitt skipanna sem nú er verið aö smiða fyrir Færeyinga er verksmiðju- togari, sem er ný tækni hér og menn lita björtum augum til. Enn eru menn aö velta kol- munnaveiðum fyrir sér, en þaö má segja aö til þessa hafi þær ekki gefið góöan árangur. Samt sem áöur hefur komið á daginn á undanförnum árum aö veiðin er góö fyrri hluta ársins, en vandinn er að seinni hluta ársins er kolmunninn svo smár aö ekki er hægt að vinna hann i þeim vélum sem hafa verið i notkun. Nú er rætt um aö fá aörar vélar til aö vinna þennan smáa kol- munna. Hvort þaö eru skýja- borgir get ég ekki sagt um, en enn eru hér menn sem trúa á aö kolmunnaveiðar hér geti orðið arðsamar. Sé svo, er ég sannfærður um aö þaö veröi ekki öðruvisi en á verk- smiðjuskipum þar sem aflinn er unninn um borð. Þannig getur það hugsanlega borgaö sig, en ég held að þaö geti alls ekki borgaö sig aö veiða til aö landa aflanum i vinnslu- stöðvarí landi. Menn ræða líka um aö stækka rækjuflotann, en einu rækjumiðin sem viö getum fjölgaö skipum á eru viö Sval- barða. En ég skil ekki að nokkur hafi áhuga á því, vegna þess að þaö er engin veiði þar“. — Er engin rækja hér viö eyjarnar? „Nei, hér er engin rækja. Veiðum okkar viö Svalbaröa fylgir sá agnúi aö Norömenn Reinsatindur er eitt stærsta fiskiskip í Vest- ur-Evrópu, en útgeröin á í erfiðleikum og hann liggur við landfestar og læstur, eins og sést á innfelddu myndinni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.