Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Síða 15
Viðtal lita á Svalbarða sem sitt yfir- ráöasvæði og þeir setja okkur þaö skilyrði fyrir þorskveiðum við Noreg að við takmörkum veiðarokkar við Svalþarða". 9. — Hvaö eiga Færeyingar mörg skip á veiöum á fjar- lægum miöum og hvaö er þau stór? „Við eigum, held ég, tólf rækjuskip. Sum þeirra eru litil, þera um 80 tonn af rækju og svo eru önnur stór og ný- tiskuleg og taka 400 — 500 tonn. Við eigum fimm togara, sem vinna aflann um borð. Einn þeirra er frystitogari en hinir fjórir veiða i salt. Þar að auki eigum við sex útilegu- skip, sem veiða á linu við Ný- fundnaland og salta aflann um borð. Þrjú þeirra eru stór og stunda veiðarnar allt árið, en þrjú eru minni og veiða þarna aðeins á sumrin. Þessu til viöbótar eigum við ein tiu nótaskip, sem veiða i Norð- ursjónum og loðnu við Austur-Grænland og Jan Mayen og viðar. Að siöustu eru svo liklega um tiu skip sem veiða spærling og annað i bræðslu". 10. — Þiö eigiö oröiö mjög öflugan kaupskipaflot og næstum daglega berast fréttir af aö nýtt farskip sé að bætast í flota Færeyinga. Hafiö þiö verkefni fyriröll þessi skip? „Ja-a“. Óli Jacobsen hikar nú svolitið áður en hann svarar. „Þetta skiptist i tvennt. Annars vegar er sá floti sem flytur vörur til og frá Færeyjum. Á siðustu árum hefur flutningageta þessa flota aukist mikið, fyrir okkur hafa verið smiðuö mörg og mjög stór skip. Það er ekkert álitamál að flutningageta þessara skipa er langt um- fram þarfir. Það er ekkert leyndarmál að samkeppnin er gifurleg milli skipa- eigendanna og þeir undir- bjóða hver anna og rekstrar- erfiðleikarnir eru miklir og hætt við gjaldþroti hjá sumum. Hin greinin er „kemikaliu“- skipin, sem eru fimm. Ég er ekki kunnugur hvernig þeirra rekstrarstaða er, en þau sigla að minnsta kosti stöðugt. Og sama er að segja um þessi nýrri fragtskiþ, þau sigla alltaf". — Hafa þau eldri líka verk- efni? „Þú hefir komið i Kollafjörð og hefur séð að þar liggja tvö gömul skip bundin, og ég býst við að svo fari um fleiri, þvi að nú eru mörg skip i smiðum fyrirFæreyinga". 11. — Er framtíðin björt fyrir færeyska fiskimenn og sjó- menn almennt? „Færeyingar hafa lifað af fiskveiðum í hundruð ára. Auðvitað hafa verið sveiflur i veiðunum, stundum gengiö vel og svo minna á öðrum timum. En fiskveiðar eru okkar eina afkomuleið, við eigum ekkert val. Hvernig sem útlitið er, höfum við ekki i annað aö hverfa. Vafalaust verða sveiflur áfram. Okkur hefur gengið vel undanfarin ár, en um þessar mundir er lægð, en það getur vel verið að það batni aftur. Og það gerir það, ef fiskistofnarnir þola þetta álag. En ef þeir þola það ekki, stöndum við andsþænis miklum vanda“. — Álítur þú sjálfur aö þeir þoli álagiö? Óli Jacobsen veltir vöngum yfir spurningunni stutta stund, svo brosir hann glettnislegu brosi og segir: „Þessu ýti ég á undan mér“. Svo fórum við fram i eldhús i kaffi. SV Fjölskyldan, Óli, Kristin, Linda og Kári Jacobsen heima hjá sér í stofunni. VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.