Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 16
GunnarJónsson fiskifræöingur Ólafur Valgeir Einarsson útvegsfræðingur 16 VIKINGUR Tindaskata Raja radiata Langalgengasti brjóstfiskurinn á íslandsmiöum er tindaskata. Enda þótt hún veiðist oft sem aukaafli í botnvörpu, dragnót eða á línu er hún nær ekkert nýtt — aðeins fleygt í sjóinn aftur og verður víst fátt um kveðjur. Nær væri að hirða þær stærstu og reyna að gera úr þeim mat því að flestum sem reynt hafa ber saman um að tindaskata sé hiö mesta lostæti. Rannsóknir á tindaskötu hafa verið í lágmarki en í rannsóknaleiðöngrum Haf- rannsóknastofnunarinnar undanfarin ár hefur þó verið safnað nokkrum gögnum einkum lengdarmælingum og kyngreiningu. í marsmánuði s.l. þegar fimm togarar (Páll Pálsson ÍS var á V-NV-miðum, Arnar HU var á N-miðum, Drangey SK var á NA-A-miðum, Hoffell SU var á SA-S-miöum og Vestmannaey VE var á S-SV-mið- um.) flengdu íslandsmið vítt og breitt og næstum enginn fiskur slapp ómældur né órannsakaöur voru m.a. nær allar tindaskötur sem veiddust mældar og kyn- greindar. Er nú búið að mestu aö vinna úr þeim gögnum ásamt með öðrum gögn- um sem í þessum leiðöngrum söfnuöust. Jafnframt því sem tindaskötugögn leið- angranna voru unnin var gluggaö í gögn úr öörum leiööngrum Hafrannsóknastofn- unarinnar til samanburðar. Hér á eftir veröur gerð grein fyrir helstu niöurstöðum tindasköturannsóknanna auk þess sem sagt veröur frá því helsta sem um tindaskötu er almennt vitað. Einn- ig er minnst á möguleika á nýtingu tindaskötu í framtíðinni. Smávegis fróðleikur um tindaskötu Tindaskata getur náð um 100 cm lengd hér við land (Bjarni Sæmundsson, 1926) og verður óviöa stærri. Þó er vitað um 102 cm tindaskötu af miðunum við Nýja Skotland (Bigelow & Schroeder, 1953). Hún verður ekki eins stór við strendur Evrópu eins og við austurströnd Ameriku og Is- land. Heimkynni tindaskötunnar eru beggja vegna Norður- Atlantshafsins. í austanverðu N-Atlantshafi finnst hún með- fram strönd Noregs og allt norður i Barentshaf og Hvita- haf. Hún er i Skagerak og Kattegat og inn i vestanvert Eystrasalt. Hún finnst i Norö- ursjó (þó ekki syðst) og við Bretlandseyjar allt aö Ermar- sundi, við Færeyjar og ísland. I vestanveröu N-Atlantshafi finnst hún frá Grænlandi suð- ur til N-Ameriku allt til S-Kar- ólínu. Hér við land er tinda- skatan allt i kring um landiö bæði djúpt og grunnt. Lífshættir. Tindaskatan er botnfiskur sem hefur fundist á 20—1000 metra dýpi en er algengust á 30—200 metra dýpi og er allageng á 200—400 m dýpi. Fæöa er einkum allskonar botndýr eins og krabbadýr, skeldýr, ormar og smáfiskar, t.d. sandsili. Got. Hrygnur með þroskuö egg (pétursskip) finnast allt árið þó oftast i febrúar til júni. Taliö er að tindaskatan gjóti hér við land i júni til ágúst. Hrygnur veröa kynþroska um 39 cm langar og hængar 42 cm langir. Seiði eru 9,3 — 10,3 cm löng við klak. Rannsóknir 1985 I togararallinu í mars 1985 voru mældar og kyngreindar 8608 tindaskötur, þar af voru 4212 hængar (48,9%) og 4396 hrygnur (51,1 %). Þess- ar tindaskötur voru 9—65 cm langar. I töflu 1 er sýnt hve mikill hluti tindaskötuaflans er lengri en 45 cm og 50 cm en ætla má að tindaskötur stærri en 45 cm séu vel ætar. A mynd 1 er sýnd lengdar- dreifing eftir svæðum (skip- um) og á mynd 2 er sýnd samals dreifingin fyrir allt svæðið við landiö. Stærstu tindasköturnar voru á SA- Tindaskötur stærri en 45 cm og 50 cm eftir svæöum. 45 cm og) 50 cm og) V-NV-miö (Páll Pálsson IS) 42,4% 29,0% N-miö (Arnar HU) 43,9% 23,5% NA-A-mið (Drangey SK) 52,2% 39,0% SA-S-miö (Hoffell SU) 61,2% 40,3% S-SV-miö (Vestmannaey VE) 49,8% 36,0% Öll miðin 48,4% 30,9%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.