Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 19
Þaö er alveg Ijóst aö nóg er af velætri tindaskötu á miö- unum viö ísland ef einhver heföi áhuga á aö hirða hana og koma i verö. En hverjir eru þá möguleikarnir á þvi að nýta hana og fá nægjanlegt verö fyrir hana? Um þaö verö- urfjallað héráeftir. Afli Skv. skýrslum FAO var heildaraflinn í heiminum á hinum ýmsu skötutegundum eftirfarandi (tölurnar eru i lestum): 1976 128115 1977 135556 1978 163102 1979 157664 1980 155367 1981 157443 1982 163872 í NA-Atlantshafi hefur land- aöur afli skötutegunda veriö i kringum 30 þúsund lestir undanfarin ár (tii 1982). Mesta veiðiþjóðin er Frakkar, sem árlega hafa veitt í kring- um 13 þúsund lestir. Þá kem- ur Stóra-Bretland með 7—8 þúsund lestir. Norömenn, irar, Portúgalir, Kanadamenn og Sovétmenn veiða á milli 1 og 2 þúsund lestir á ári. Landað- ur afli islendinga hefir undan- farin ár veriö i kringum 200 lestir á ári og þá aðallega skata (Raja batis). Sú skötutegund, sem mest veiðist i NA-Atlantshafi, er án efa dröfnuskata (Raja clav- ata), þótt slikar upplýsingar komi ekki beint fram af lönd- unarskýrslum. Dröfnuskata kemur helst sem aukaafli i botnvörpur á grunnsævi Norðursjávar og Ermarsunds. Nokkuö af henni er ennfremur veitt á línu og oft kemur hún á handfæri. Tindaskatan er á suöur- mörkum útbreiðslusvæðis sins i sunnanveröum Noröur- sjó. Hún finnst þar helst á djúpu vatni, en er ekki á grunnsævi. Hún er þar af leið- andi ekki mikið veidd á þess- um slóðum. Er noröar dregur, til Noregs, veiðist hún frekar. Enda nýta Norðmenn hana ásamt dröfnuskötu til útflutn- ings. Verkun og markaðsmál Hér á eftir er einkum stuöst viö upplýsingar frá Norö- mönnum, en þar er dröfnu- skata (og tindaskata) unnin til útflutnings á Evrópu. Ekki tókst aö útvega upplýsingar fyrir aöra heimshluta. Skötur eru undanþegnar slægingarákvæðum um borö i fiskiskipum i Noregi. Á mark- aöi i Englandi, Frakklandi og Belgíu t.d. fer dröfnuskatan böröuð, og er þaö gert í vinnslustöðvum i landi. Skat- an er þörðuð á ákveöinn hátt og er því lýst á mynd 4. Aö lokinni þörðun má skera þverþrjóskið. Þaö fer eftir markaðskröfunum hvort Mynd 4 Böröun skötu í Noregi. Byrjaö er i stöðu (1) og skoriö í átt að hala. Síð- an frá (2) í átt að hala, og þá frá (1)—(2). Þá er það sem eftir er af lifr- inni fjarlægt, og siðan skoriö frá (3) og fram, (4) og fram.og að lokum frá (3)—(4). Skötubörð- in eru þá laus, eins og sést á neðri mynd (Pet- ersen, 1980). VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.