Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 28
Geta ber þess se Texti og myndir: Haukur Már Haraldsson. Úr setustofu Stakfells. Frá vinstri: Páll Árnason útgerðarstjóri, Siguröur Friðfinnsson skipstjóri og Páll Guðmundsson. „Mér finnst full ástæöa til aö benda á þaö sem jákvætt er, ekki siður en þaö sem aflaga fer. I þessu starfi hef ég séö ákaflega misjafna umgengni um þorö i skipum og þetta skip er eitt þeirra sem bera af i allri umgengni; snyrtimennskan er í fyrirrúmi." Páll Guömunds- son, eftirlitsmaður hjá Sigl- ingamálastofnun, hefur orðið og „þetta skip“ er togarinn Stakfell frá Þórshöfn. Og ég sé raunar ekki betur, viö nán- ari skoðun, en aö þetta sé laukrétt hjá Páli; Stakfellið er ákaflega snyrtilegt skip, hvað alla umgengni snertir, og gildir þar einu hvort farið er niöur i vélarrúm, kikt í mannaibúðir eöa skimaö um eldhús, matsal og setustofu. Eins og Páll segir: Þaö erfull ástæða til aö hrósa þeim sem eiga þaö skiliö. Sigurður Friöriksson skip- stjóri Stakfells sagöi að vissulega þyrfti aö fylgjast meö þvi aö umgengnisreglur um borö væru virtar. I þvi sam- bandi mætti aldrei slaka á. „Menn veröa lika að gæta þess,“ sagöi hann, „aö ef rikt er gengið eftir þrifnaöi og góöri umgengni um borö, þá er reynslan sú, aö önnur atriði eru lika i góöu lagi, svo sem öryggisbúnaður og annaö slikt. Svo hefur umgengnin lika sitt að segja um verö á svona skipum," bætti hann viö. „Það gæti munaö milljónum á veröi tveggja sams konar skipa, hvaö meira fengist fyrir þaö sem vel er gengið um.“ Þegar ég spuröi Pál, hvort útlitið heföi eitthvaö aö segja hvaö haffærnisskirteini snerti, Kaffisopi í messanum. Guðmundur Bergsson háseti, Þórarinn Stefánsson fyrsti stýri- maður, Siguröur skip- stjóri og Páll frá Sigló. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.